Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   lau 18. september 2021 16:45
Þorgeir Leó Gunnarsson
Jón: Allt hrós á drengina!
Fram taplausir í ár!
Lengjudeildin
Jón gat fagnað í leikslok!
Jón gat fagnað í leikslok!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Sveinsson þjálfari Fram var himinlifandi með sigurinn gegn Aftureldingu í 22.umferð Lengjudeildar karla í dag. Úrslitin, 6-1, gerðu það að verkum að Fram fóru taplausir í gegnum deildina í sumar og þeir spila að sjálfsögðu í Pepsi Max deildinni á næsta ári.

„Þetta er frábært auðvitað! Ekki eitthvað sem maður átti von á eða gat látið sig dreyma um fyrir mót að þetta myndi ganga svona vel en allt hrós á drengina. Þeir eru búnir að standa sig ótrúlega vel. Alveg sama á hverju hefur dunið, við höfum staðið upp og haldið áfram! Sagði Jón eftir leik.

Lestu um leikinn: Fram 6 -  1 Afturelding

Nokkrir leikmenn Fram eru að renna út á samning og segir Jón að vinnan fyrir næsta tímabil sé nú þegar hafin „ Já já við erum bara að vinna í því að ræða við og semja við þessa leikmenn sem eru lausir. Verðum doldið að skoða bara hvað gerist. Við fögnum í kvöld og höldum lokahóf. Einhver þarf að vera bestur og efnilegastur og allt það saman. Svo bara æfing í nóvember og þá verða örugglega einhverjar breytingar en það verður bara að koma í ljós! Sagði Jón léttur í lokin.

Nánar er rætt við Jón í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir