Neil Warnock mun hætta sem stjóri Huddersfield Town eftir leik liðsins gegn Stoke á miðvikudaginn.
Warnock var hættur að vinna þegar hann samþykkti að taka við Huddesfield í febrúar og stýra liðinu út þáverandi tímabil. Liðið var í 23. sæti þegar hann tók við en vann sjö af fimmtán leikjum undir hans stjórn og endaði í 18. sæti, níu stigum fyrir ofan fallsæti.
Hinn 74 ára gamli Warnock ákvað að halda áfram með liðið í sumar en félagið hefur núna tekið ákvörðun um að ráða stjóra til lengri tíma.
„Ég óska félaginu alls hins besta og ég mun sakna leikmannana," segir Warnock.
Huddersfield hefur unnið tvo leiki í röð og er í 17. sæti ensku Championship-deildarinnar.
Það er spurning hvort Warnock muni halda áfram í fótboltanum en hann hefur ekki gefið það út að hann sé hættur á nýjan leik.
Athugasemdir