Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   mán 18. september 2023 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Vorum með tólf menn frá vegna meiðsla
Mynd: EPA

Mauricio Pochettino hefur legið undir gagnrýni að undanförnu vegna slæmra úrslita Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, en liðið gerði markalaust jafntefli við Bournemouth um helgina eftir tap á heimavelli gegn Nottingham Forest í umferðinni þar á undan.


Chelsea er að glíma við gríðarlegt magn meiðsla þar sem tólf leikmenn aðalliðsins eru fjarverandi þessa stundina, en Pochettino veit að það er tilgangslaust að væla.

„Við getum verið samkeppnishæfir þegar allir eru heilir en staðan er ekki þannig núna. Við vorum með tólf leikmenn frá vegna meiðsla um helgina," sagði Pochettino.

„Hvað getum við gert? Ég hef ekkert að segja, stuðningsmennirnir geta þraukað í gegnum þetta. Ég get farið að gráta, ég get farið að kvarta, en til hvers? Ég verð að samþykkja þetta."

Chelsea er aðeins komið með fimm stig eftir fimm fyrstu umferðir úrvalsdeildartímabilsins, en markmið liðsins er að ná Evrópusæti fyrir næstu leiktíð.

Moisés Caicedo, Benoit Badiashile, Reece James, Romeo Lavia, Christopher Nkunku og Wesley Fofana eru meðal meiddra leikmanna, en á meiðslalistanum má einnig finna Carney Chukwuemeka, Armando Broja, Trevoh Chalobah, Marc Cucurella, Noni Madueke og Marcus Bettinelli.


Athugasemdir
banner
banner
banner