Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
   mið 18. september 2024 08:51
Elvar Geir Magnússon
De Rossi rekinn frá Roma eftir fjóra leiki á tímabilinu (Staðfest)
Rekinn.
Rekinn.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ítalska félagið Roma hefur rekið Daniele De Rossi þegar aðeins fjórum umferðum er lokið í Seríu-A.

De Rossi var ráðinn til að taka við af Jose Mourinho í janúar en Roma er án sigurs eftir fjóra deildarleiki á tímabilinu, þrír þeirra hafa endað með jafntefli og þá kom tap á heimavelli gegn Empoli í síðasta mánuði.

Roma er í 16. sæti ítölsku A-deildarinnar eftir 1-1 jafntefli gegn Genoa á sunnudag.

Í yfirlýsingu frá Roma segir að ákvörðunin sé tekin með hagsmuni liðsins í huga.

„Daniele mun alltaf eiga heimili hjá Roma og félagið vill þakka honum fyrir starf hans síðustu mánuði, ástríðu og ákveðni," segir í yfirlýsingunni.

Miklar breytingar á hópnum
De Rossi byrjaði frábærlega sem stjóri Roma. Í hans fyrstu ellefu deildarleikjum tapaði liðið aðeins einu sinni, náði í 26 stig af 33 mögulegum. Hann kom Roma frá níunda sæti upp í það fimmta.

Roma er í Evrópudeildinni á þessu tímabili og mun meðal annars leika gegn Tottenham.

Í sumar keypti Roma markahæsta leikmann spænsku deildarinar, Artem Dovbyk frá Girona. Einnig fékk félagið hinn reynslumikla þýska miðvörð Mats Hummels á frjálsri sölu nýlega.

Chris Smalling fór til Al-Fayha í Sádi-Arabíu, Tammy Abraham fór til AC Milan á láni og Romelu Lukaku, sem var á láni hjá Roma á síðasta tímabili, er nú kominn til Napoli. Andrea Belotti (Como), Rui Patricio (Atalanta) og Leonardo Spinazzola (Napoli) hafa einnig yfirgefið félagið.

Sem leikmaður var De Rossi 22 ár hjá Roma, milli 1997 og 2019, og lék 616 leiki. Hann var í ítalska landsliðshópnum sem vann HM 2006.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 17 13 0 4 38 15 +23 39
2 Milan 17 11 5 1 28 13 +15 38
3 Napoli 17 12 1 4 26 13 +13 37
4 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
5 Roma 19 12 0 7 22 12 +10 36
6 Como 18 9 6 3 26 12 +14 33
7 Bologna 17 7 5 5 25 17 +8 26
8 Atalanta 18 6 7 5 21 19 +2 25
9 Lazio 18 6 6 6 18 14 +4 24
10 Sassuolo 19 6 5 8 23 25 -2 23
11 Torino 18 6 5 7 20 28 -8 23
12 Udinese 18 6 4 8 18 29 -11 22
13 Cremonese 18 5 6 7 18 21 -3 21
14 Cagliari 18 4 6 8 19 25 -6 18
15 Parma 17 4 6 7 12 19 -7 18
16 Lecce 18 4 5 9 12 25 -13 17
17 Genoa 18 3 6 9 18 28 -10 15
18 Fiorentina 18 2 6 10 18 28 -10 12
19 Verona 17 2 6 9 13 28 -15 12
20 Pisa 19 1 9 9 13 28 -15 12
Athugasemdir
banner
banner
banner