Manchester City og Inter gerðu markalaust jafntefli á Etihad vellinum í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í kvöld.
Man City varð fyrir áfalli þegar Kevin de Bruyne meiddist undir lok fyrri hálfleiks en hann kom ekkert við sögu í seinni hálfleik.
Inter fékk nokkur tækifæri til að komast í fínar stöður en ákvarðanatakan á síðasta þriðjung var ekki góð. City náði fínum kafla um miðjan seinni hálfleikinn en tókst ekki að koma boltanum í netið.
Ilkay Gundogan fékk tækifæri til að tryggja liðinu sigur í uppbótatíma en hann skallaði boltann yfir markið.
Fjörugasti leikurinn var í Skotlandi þar sem Celtic vann öruggan sigur á Slovan Bratislava.
Englendingurinn Jamie Bynoe-Gittens var hetja Dortmund en hann kom liðinu í tveggja marka forystu í sigri á Club Brugge í Þýskalandi. Serhou Guirassy innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu í uppbótatíma.
PSG var með mikla yfirburði gegn Girona en Paulo Gazzaniga átti frábæran leik í marki Girona allt fram á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Nuno Mendes átti fyrirgjöf sem fór af varnarmanni og Gazzaniga missti boltann milli fóta sinna og boltinn lak í netið.
Celtic 5 - 1 Slovan
1-0 Liam Scales ('17 )
2-0 Kyogo Furuhashi ('47 )
3-0 Arne Engels ('56 , víti)
3-1 Kevin Wimmer ('61 )
4-1 Daizen Maeda ('70 )
5-1 Adam Idah ('87 )
Club Brugge 0 - 2 Borussia D.
0-1 Jamie Gittens ('76 )
0-2 Jamie Gittens ('86 )
0-3 Serhou Guirassy ('90 víti)
Manchester City 0 - 0 Inter
Paris Saint Germain 1 - 0 Girona
1-0 Nuno Mendes ('90 )