sun 18. október 2020 15:58
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Villarreal á toppinn eftir slag gegn Valencia
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Villarreal var rétt í þessu að tryggja sér toppsæti spænsku deildarinnar með sigri í slaginum gegn Valencia.

Paco Alcacer kom heimamönnum yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu og jafnaði Goncalo Guedes með stórkostlegu marki á 37. mínútu.

Guedes fékk boltann eftir stutta hornspyrnu, tók laglegan sprett til að koma sér í skotstöðu og hamraði knettinum undir samskeytin. Villarreal var betri aðilinn í leiknum og kom jöfnunarmarkið gegn gangi leiksins.

Daniel Parejo kom Villarreal aftur yfir eftir leikhlé þegar skot hans fór af varnarmanni og í slánna og inn.

Sigur heimamanna virtist ekki í hættu á lokakaflanum enda voru tilraunir Valencia slakar. Takefusa Kubo, framherji Villarreal að láni frá Real Madrid, fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma en tíu leikmenn Villarreal héldu út og tóku toppsætið.

Villarreal er með ellefu stig eftir sex umferðir, einu stigi fyrir ofan Real Madrid og Getafe sem eiga leik til góða. Valencia er með sjö stig.

Villarreal 2 - 1 Valencia
1-0 Paco Alcacer ('6, víti)
1-1 Goncalo Guedes ('37)
2-1 Dani Parejo ('69)

Athletic Bilbao lagði þá Levante að valli í neðri hluta deildarinnar. Heimamenn í Bilbao voru með yfirhöndina allan leikinn en fyrsta markið leit ekki dagsins ljós fyrr en á 68. mínútu.

Alex Berenguer skoraði þá en hann gekk í raðir Athletic í sumar frá Torino. Ellefu mínútum síðar innsiglaði Inaki Williams sigurinn og er Athletic með sex stig eftir fimm umferðir. Levante er aðeins með þrjú stig.

Að lokum gerðu Eibar og Osasuna markalaust jafntefli.

Athletic Bilbao 2 - 0 Levante
1-0 Alex Berenguer ('68)
2-0 Inaki Williams ('79)

Eibar 0 - 0 Osasuna
Rautt spjald: J. Moncayola, Osasuna ('88)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 29 22 6 1 64 20 +44 72
2 Barcelona 29 19 7 3 60 34 +26 64
3 Girona 29 19 5 5 59 34 +25 62
4 Athletic 29 16 8 5 50 26 +24 56
5 Atletico Madrid 29 17 4 8 54 34 +20 55
6 Real Sociedad 29 12 10 7 42 31 +11 46
7 Betis 29 10 12 7 34 33 +1 42
8 Valencia 28 11 7 10 32 32 0 40
9 Getafe 29 9 11 9 37 42 -5 38
10 Villarreal 29 10 8 11 47 51 -4 38
11 Las Palmas 29 10 7 12 29 32 -3 37
12 Osasuna 29 10 6 13 33 43 -10 36
13 Alaves 29 8 8 13 26 35 -9 32
14 Mallorca 29 6 12 11 25 35 -10 30
15 Vallecano 29 6 11 12 25 38 -13 29
16 Sevilla 29 6 10 13 36 44 -8 28
17 Celta 29 6 9 14 32 44 -12 27
18 Cadiz 29 3 13 13 20 40 -20 22
19 Granada CF 28 2 8 18 30 58 -28 14
20 Almeria 29 1 10 18 28 57 -29 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner