Hinn 41 árs gamli Thiago Silva skoraði ótrúlegt sigurmark í 1-0 sigri Fluminense gegn Juventude í brasilísku deildinni í nótt.
Átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma þegar hann fékk fyrirgjöf en boltinn datt ekki nægilega vel fyrir hann. Það kom ekki að sök því honum tókst einhvernvegin að stýra boltanum á markið og boltinn endaði í horninu.
Átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma þegar hann fékk fyrirgjöf en boltinn datt ekki nægilega vel fyrir hann. Það kom ekki að sök því honum tókst einhvernvegin að stýra boltanum á markið og boltinn endaði í horninu.
Fluminense er í 7. sæti deildarinnar með 41 stig eftir 27 umferðir en þetta var mikilvægur sigur í baráttunni um að komast í Suður amerísku Meistaradeildina.
Sjáðu markið hér fyrir neðan.
Athugasemdir