Það er möguleiki á því að Trent Alexander-Arnold geti spilað með Real Madrid gegn Liverpool, hans fyrrum félagi, þegar liðin etja kappi í Meistaradeildinni í nóvember.
Enski landsliðsmaðurinn meiddist aftan í læri gegn Marseille í Meistaradeildinni þann 16. september. Hann fór af velli á fimmtu mínútu og talað um að hann gæti verið frá í sex vikur.
Enski landsliðsmaðurinn meiddist aftan í læri gegn Marseille í Meistaradeildinni þann 16. september. Hann fór af velli á fimmtu mínútu og talað um að hann gæti verið frá í sex vikur.
Real heimsækir Liverpool þann 4. nóvember en þá verða einmitt sjö vikur frá meiðslunum.
BBC greinir frá því að endurhæfingin gangi vel hjá Alexader-Arnold. Hann er uppalinn hjá Liverpool og kom til félagsins sex ára gamall.
Hann sagði að það hafi verið erfiðasta ákvörðun lífs síns að yfirgefa Liverpool en hann lék 354 aðalliðsleiki fyrir félagið og vann ensku úrvalsdeildina tvisvar, auk þess að lyfta Meistaradeildarbikarnum og FA-bikarnum.
Síðan Alexander-Arnold fór til Madrídar hefur hann spilað fimm leiki, alls 156 mínútur.
Athugasemdir