Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
   fös 17. október 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Veit ekki hvenær Rodri mun snúa aftur
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Rodri verður ekki með Manchester City þegar liðið tekur á móti Everton á morgun klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni.

„Hann er ekki tilbúinn í leikinn á morgun. Ég veit ekki hvenær hann kemur aftur," segir Pep Guardiola, stjóri City.

Rodri fór af velli vegna meiðsla á 21. mínútu þegar City vann Brentford í ensku úrvalsdeildinni rétt fyrir landsleikjagluggann og dró sig úr spænska landsliðshópnum.

Rodri hefur verið að vinna í að koma sér á fullt skrið eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna meiðsla á hné sem héldu honum lengi frá. Rodri er einn besti miðjumaður heims og vann Ballon d'Or gullboltann á síðasta ári.

Guardiola segir að króatíski miðjumaðurinn sé mögulega klár í að spila 50-60 mínútur. Omar Marmoush og Rayan Ait-Nouri eru komnir aftur til æfinga.

City er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Everton í áttunda.
Athugasemdir