Mohamed Salah hefur verið langt frá sínu besta hjá Liverpool. Hann er með tvö mörk í sjö leikjum og ekki skorað úr opnum leik síðan í fyrstu umferð.
Liverpool tapaði þremur leikjum í röð áður en kom að landsleikjaglugganum. Á sunnudaginn leikur liðið gegn Manchester United á Anfield.
„Ef þú klæðist treyju Liverpool og hefur tapað þremur leikjum í röð þá skiptir ekki máli hver næsti andstæðingur er, þú þarft að svara. Ekki bara Mo Salah heldur allir leikmenn," sagði Arne Slot, stjóri Liverpool, á fréttamannafundi núna í morgunsárið.
Liverpool tapaði þremur leikjum í röð áður en kom að landsleikjaglugganum. Á sunnudaginn leikur liðið gegn Manchester United á Anfield.
„Ef þú klæðist treyju Liverpool og hefur tapað þremur leikjum í röð þá skiptir ekki máli hver næsti andstæðingur er, þú þarft að svara. Ekki bara Mo Salah heldur allir leikmenn," sagði Arne Slot, stjóri Liverpool, á fréttamannafundi núna í morgunsárið.
Salah hefur verið gagnýndur fyrir að sinna ekki varnarvinnu og Marc Cucurella, leikmaður Chelsea, sagði að Lundúnaliðið hafi lagt upp með að nýta sér það þegar það vann Liverpool.
„Ég sá þessi ummæli hjá Cucurella og sá auðvitað sigurmarkið þeirra. En ég gæti líka sýnt þér fimm eða sex atvik þar sem Mo hefði getað gert gæfumun fyrir okkur. Ef hann hefði nýtt það þá værum við að ræða það sama og á síðasta tímabili þar sem hann réði úrslitum svo oft. Þetta snýst allt um jafnvægið milli vængmanna og bakvarða, ég vil líka að bakverðirnir taki þátt í sóknarleiknum. Við þurfum að finna rétta jafnvægið," segir Slot.
Undirbúningstímanum lokið hjá Isak
Á fundinum tjáði Slot sig einnig um líkamlegt ástand Alexander Isak og segir hann að sænski sóknarmaðurinn sé að komast í það form sem hann eigi að vera í.
„Nú er hann búinn að fá fimm eða sex vikur af undirbúningstímabili. Hann er að komast í það stand sem hann á að vera í. Nú má dæma hann á sanngjarnan hátt hér eftir. Hans undirbúningstímabili er lokið svo sjáum hvernig hann verður næstu vikur," segir Slot.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 7 | 5 | 1 | 1 | 14 | 3 | +11 | 16 |
2 | Liverpool | 7 | 5 | 0 | 2 | 13 | 9 | +4 | 15 |
3 | Tottenham | 7 | 4 | 2 | 1 | 13 | 5 | +8 | 14 |
4 | Bournemouth | 7 | 4 | 2 | 1 | 11 | 8 | +3 | 14 |
5 | Man City | 7 | 4 | 1 | 2 | 15 | 6 | +9 | 13 |
6 | Crystal Palace | 7 | 3 | 3 | 1 | 9 | 5 | +4 | 12 |
7 | Chelsea | 7 | 3 | 2 | 2 | 13 | 9 | +4 | 11 |
8 | Everton | 7 | 3 | 2 | 2 | 9 | 7 | +2 | 11 |
9 | Sunderland | 7 | 3 | 2 | 2 | 7 | 6 | +1 | 11 |
10 | Man Utd | 7 | 3 | 1 | 3 | 9 | 11 | -2 | 10 |
11 | Newcastle | 7 | 2 | 3 | 2 | 6 | 5 | +1 | 9 |
12 | Brighton | 7 | 2 | 3 | 2 | 10 | 10 | 0 | 9 |
13 | Aston Villa | 7 | 2 | 3 | 2 | 6 | 7 | -1 | 9 |
14 | Fulham | 7 | 2 | 2 | 3 | 8 | 11 | -3 | 8 |
15 | Leeds | 7 | 2 | 2 | 3 | 7 | 11 | -4 | 8 |
16 | Brentford | 7 | 2 | 1 | 4 | 9 | 12 | -3 | 7 |
17 | Nott. Forest | 7 | 1 | 2 | 4 | 5 | 12 | -7 | 5 |
18 | Burnley | 7 | 1 | 1 | 5 | 7 | 15 | -8 | 4 |
19 | West Ham | 7 | 1 | 1 | 5 | 6 | 16 | -10 | 4 |
20 | Wolves | 7 | 0 | 2 | 5 | 5 | 14 | -9 | 2 |
Athugasemdir