Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
banner
   fim 16. október 2025 19:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ray Anthony ráðinn þjálfari Grindavíkur (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Grindavík
Ray Anthony Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari Grindavíkur. Hann skrifar undir tveggja ára samning. Hann tekur við af Antoni Inga Rúnarssyni og Marko Valdimar Stefánssyni sem stýrðu liðinu síðustu tvo leiki sumarsins og tókst að forðast fall með góðum sigri gegn ÍR.

Anton Ingi og Marko Valdimar voru fengnir inn til þess að taka við af Haraldi Árna Hróðmarssyni sem var rekinn undir lok deildartímabilsins eftir óviðunandi árangur að mati stjórnar.

Marko Valdimar verður aðstoðarþjálfari og Milan Stefán Jankovic, pabbi Marko, verður einnig í teyminu.

Ray Anthony spilaði með Grindavik frá 1998 til 2012. Hann spilaði tvo landsleiki fyrir U21 landslið Íslands og einn A-landsleik fyrir hönd Filippseyja. Hann þjálfaði kvennalið Grindavíkur frá 2017-2020 og Reyni Sandgerði frá 2022 en liðið hafnaði í 5. sæti 3. deildarinnar síðasta sumar.

„Við erum með mikið af ungum og efnilegum leikmönnum og bindum við miklar vonir um að þetta Grindvíska teymi hjálpi þeim og klúbbnum að taka næsta skref," segir í tilkynningu frá Grindavík.

Grindavík hafnaði í 10. sæti Lengjudeildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti, síðasta sumar.


Athugasemdir