Afturelding berst fyrir lífi sínu í Bestu-deildinni og verður án mikilvægra leikmanna gegn Vestra á sunnudaginn.
Varnarmaðurinn Axel Óskar Andrésson og miðjumaðurinn Aron Jóhannsson verða í banni í þeim leik vegna uppsafnaðra áninninga.
„Þetta er gríðarlegt högg því Aron hefur verið heilt yfir mjög góður á þessu tímabili finnst mér. Axel hefur verið upp og ofan, átt sína leiki. Sigurpáll Melberg er fjarverandi og það er ekki augljóst hver verður með Aroni Jónssyni í miðverðinum," segir Sæbjörn Steinke í útvarpsþættinum Fótbolti.net.
Varnarmaðurinn Axel Óskar Andrésson og miðjumaðurinn Aron Jóhannsson verða í banni í þeim leik vegna uppsafnaðra áninninga.
„Þetta er gríðarlegt högg því Aron hefur verið heilt yfir mjög góður á þessu tímabili finnst mér. Axel hefur verið upp og ofan, átt sína leiki. Sigurpáll Melberg er fjarverandi og það er ekki augljóst hver verður með Aroni Jónssyni í miðverðinum," segir Sæbjörn Steinke í útvarpsþættinum Fótbolti.net.
Eðlilega vildi hann fá brot
Ekki nóg með að þessir mikilvægu leikmenn verða utan vallar heldur verður þjálfarinn Magnús Már Einarsson ekki í boðvangnum þar sem hann fékk rautt í jafnteflinu gegn KR. Aðstoðarmaður hans, Enes Cogic, stýrir því liðinu.
„Í svona leikjum þarftu á leiðtogum að halda. Nú eru bæði Maggi og Axel í burtu og það er meira en að segja það. Maggi lætur vel í sér heyra, hann er andlit, líkami og sál þessa liðs. Svo er Axel eins og hálfpartinn þjálfari inni á vellinum. Þetta er ekki eðlilega stór leikur," segir Valur Gunnarsson í þættinum.
Magnús fékk rautt eftir að hafa mótmælt því að ekki var dæmd aukaspyrna í aðdragandanum að öðru marki KR. Atvikið má sjá hér fyrir neðan en Sigurður Hjörtur Þrastarson dómari gat ekki verið betur staðfestur.
„Eðlilega vildi hann fá brot," segir Sæbjörn og Valur segist skilja Magga að hafa reiðst því um augljósa aukaspyrnu hafi verið að ræða.
„Mér finnst stundum að það eigi að taka rauðu spjöldin til baka þegar dómarar gera svona stór mistök. Aganefndin ætti bara að segja 'Við skiljum þetta!'" segir Valur.
Vestri þarf lífsvilja
Vestramenn gerðu jafntefli við KA í síðustu umferð. Leikurinn á sunnudag verður annar leikur Vestra undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar.
„Þetta landsleikjahlé kom á frábærum tíma fyrir hann, þarna fær hann glugga til að koma sínu handbragði á liðið. Það sem þetta Vestralið þarf er lífsvilji segi ég. Látið líta út aftur eins og þið viljið spila fótbolta. Ég veit ekki hvað gerðist í þessum fögnuði eftir bikarúrslitin en það er eins og þeir hafi misst alla orku," segir Valur en hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum eða í hlaðvarpsveitum.
sunnudagur 19. október
14:00 Afturelding-Vestri (Malbikstöðin að Varmá)
14:00 KR-ÍBV (Meistaravellir)
14:00 KA-ÍA (Greifavöllurinn)
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 25 | 9 | 6 | 10 | 30 - 31 | -1 | 33 |
2. KA | 25 | 9 | 6 | 10 | 36 - 45 | -9 | 33 |
3. ÍA | 25 | 10 | 1 | 14 | 35 - 45 | -10 | 31 |
4. Vestri | 25 | 8 | 4 | 13 | 24 - 38 | -14 | 28 |
5. Afturelding | 25 | 6 | 8 | 11 | 35 - 44 | -9 | 26 |
6. KR | 25 | 6 | 7 | 12 | 48 - 60 | -12 | 25 |
Athugasemdir