Romelu Lukaku, framherji Napoli, meiddist á undirbúningstímabilinu og búist var við því að hann yrði fjarverandi í þrjá til fjóra mánuði.
Það var einhver von um að hann gæti snúið aftur í lok nóvember en ítalski miðillinn Gazetta dello Sport segir að Napoli ætli að fara varlega með hann.
Búist er við því að hann komist út á völl þann 18. desember þegar liðið mætir Milan í undanúrslitum ítalska Ofurbikarsins.
Rasmus Höjlund var fenginn til liðs við Napoli frá Man Utd til að leysa Lukaku af hólmi. Hann hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum.
Athugasemdir