Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   fös 17. október 2025 12:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breiðablik mætir dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum
Kvenaboltinn
Blikar mæta dönsku meisturunum í nóvember.
Blikar mæta dönsku meisturunum í nóvember.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cecilía Rán er markvörður Inter.
Cecilía Rán er markvörður Inter.
Mynd: EPA
Vigdís Lilja mætir Austria Vín.
Vigdís Lilja mætir Austria Vín.
Mynd: Anderlecht
Dregið var í 16-liða úrslit Evrópubikarsins í dag en Íslandsmeistararnir í Breiðabliki voru í pottinum eftir að hafa slegið serbneska liðið Spartak Subotica úr keppni á sannfærandi hátt.

Breiðablik dróst á móti dönsku meisturunum í Fortuna Hjörring og fer fyrri leikurinn fram á Kópavogsvelli og seinni leikurinn verður spilaður í Danmörku.

Fyrri leikurinn verður spilaður 11. eða 12. nóvember og seinni leikurinn rúmri viku síðar.

Ef Breiðablik slær út dönsku meistarana mun liðið fara áfram í 8-liða úrslit sem verða svo spiluð í febrúar. Sigurvegarinn úr einvíginu mætir sigurvegaranum úr einvígi BK Häcken og Inter Milan.

Einnig var dregið í undanúrslitin og eru fjórir andstæðingar sem kæmu þar til greina: PSV, Einracht Frankfurt, Nordsjælland eða ZNK Mura.

Það verða tveir úrslitaleikir í keppninni, spilað heima og að heiman. Fyrri leikurinn 25. eða 26. apríl og svo verður seinni úrslitaleikurinn 2. eða 3. maí.

Í 16-liða úrslitunum verður Íslendingaslagur, landsliðsmarkvarðaslagur, þegar sænska liðið Häcken, með Fanneyju Ingu Birkisdóttur innanborðs, mætir ítalska liðinu Inter þar sem þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spila.

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og stöllur hennar í Anderlecht mæta austurríska liðinu Austria Vín. Hin unga Rebekka Sif Brynjarsdóttir er svo á mála hjá Nordsjælland sem mætir ZNK Mura.

16-liða úrslitin
AFC Ajax (NED) - Hammarby IF (SWE)
Glasgow City FC (SCO) - Sporting Clube de Portugal (POR)
RSC Anderlecht (BEL) - FK Austria Wien (AUT)
AC Sparta Praha (CZE) - BSC Young Boys (SUI)
BK Häcken FF (SWE) - FC Internazionale Milano (ITA)
Breidablik (ISL) - Fortuna Hjørring (DEN)
FC Nordsjælland (DEN) - ŽNK Mura (SVN)
PSV Eindhoven Vrouwen (NED) - Eintracht Frankfurt (GER)
Athugasemdir
banner
banner