Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   fim 16. október 2025 17:49
Elvar Geir Magnússon
Davíð Smári: Njarðvík gríðarlega spennandi verkefni
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude gerði Vestra að bikarmeisturum í sumar en var látinn taka pokann sinn í síðasta mánuði eftir erfitt gengi í Bestu deildinni.
Davíð Smári Lamude gerði Vestra að bikarmeisturum í sumar en var látinn taka pokann sinn í síðasta mánuði eftir erfitt gengi í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar eru í þjálfaraleit og Davíð Smári Lamude, sem var rekinn frá Vestra, er sterklega orðaður við starfið. Sæbjörn Steinke, fréttamaður Fótbolta.net, sagði í sagði í morgun að hann hafi heyrt að Njarðvík stefndi á að kynna nýjan þjálfara í næstu viku.

Sterkar sögusagnir eru um að Davíð muni taka við Njarðvíkingum og hann gefur þeim sögum undir fótinn. Hann segist hafa átt í viðræðum við Njarðvík en ætli að taka sér smá tíma í að hugsa málin.

„En aftur á móti er það gríðarlega spennandi verkefni sem Njarðvíkingar standa fyrir. Þeir eru með alvöru kraft og það er klárlega eitthvað sem ég er að leitast eftir, eitthvað félag sem ætlar sér að gera betur en í fyrra. Það hafa nokkur félög heyrt í mér og auðvitað er fókusinn fyrst og fremst á efstu deild. En ég geri mér alveg grein fyrir því að það er ekki mikið laust þar," segir Davíð við mbl.

Njarðvíkingar gerðu harða atlögu að því að komast upp í Bestu deildina en töpuðu á endanum fyrir grönnum sínum í Keflavík í umspilinu. Eftir tímabilið tilkynnti Gunnar Heiðar Þorvaldsson að leiðir hans og Njarðvíkur myndu skilja.
Athugasemdir
banner
banner