Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
banner
   fim 16. október 2025 13:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Roma gæti bjargað Zirkzee
Mynd: EPA
Joshua Zirkzee er sterklega orðaður frá Manchester United en hann hefur verið í takmörkuðu hlutverki hjá Ruben Amorim. Matheus Cunha og Benjamin Sesko eru á meðal þeirra sem eru framar en hann í goggunarröðinni.

Roma fylgist vel með stöðu mála hjá Zirkzee og gæti reynt að fá hann frá United. Það yrði þá líklega á láni í janúar.

Zirkzee hefur til þessa ekki byrjað leik í úrvalsdeildinni og einungis spilað 74 mínútur í þremur innkomum af bekknum.

Hann skoraði síðast fyrir United í apríl.

Zirkzee er 24 ára hollenskur sóknarmaður sem United keypti frá Bologna sumarið 2024. Alls hefur hann skorað sjö mörk í 53 leikjum með enska liðinu.
Athugasemdir
banner