Tvær umferðir eru eftir af Bestu deildinni en örlög KR gætu ráðist á sunnudag þegar liðið fær ÍBV í heimsókn. Ef liðið tapar mun þetta sigursælasta félag landsins falla í annað sinn í sögunni, hitt fallið var 1977.
KR fellur á sunnudag ef:
- Liðið tapar gegn ÍBV.
- Liðið gerir jafntefli gegn ÍBV og Vestri vinnur Aftureldingu.
KR fellur á sunnudag ef:
- Liðið tapar gegn ÍBV.
- Liðið gerir jafntefli gegn ÍBV og Vestri vinnur Aftureldingu.
Hljóta að mæta dýrvitlausir
„Miðað við hvernig mótið er að spilast getur maður ekki sagt að Eyjamenn séu eitthvað ólíklegri í þessum leik. Að því sögðu hljóta KR-ingar að mæta dýrvitlausir í þennan leik. Ég bara trúi ekki öðru," segir Valur Gunnarsson í útvarpsþættinum Fótbolti.net.
„Ég veit að Eyjamenn dauðlangar að fella KR-inga. Þeim er ekki vel við KR-inga," segir Valur og Elvar Geir bætir við: „Þeir líta á KR-inga sem sína erkióvini þó það sé ekki endilega í hina áttina."
„Ef ég væri stuðningsmaður ÍBV vildi ég alltaf frekar fá KR úr deildinni en Vestra eða Aftureldingu. Það er miklu meiri ógn af þeim. Við höfum séð það milljón sinnum að lið sem er að brillera, eins og ÍBV hefur gert, hefur tekið niðursveiflur. Manni finnst KR frekar getað spýtt í lófana og styrkt sig," segir Valur.
Í þættinum er talað um að leikmenn ÍBV hafi vafalítið rætt mikið um það í klefanum að þeir geti orðið liðið sem fellir KR úr deildinni.
„Þeir eru með það markmið að fella KR en eru samt ekki með þá hvatningu að þurfa að vinna leikinn," segir Sæbjörn Steinke en KR er án sigurs í síðustu sex deildarleikjum.
Meiri líkur á að Óskar verði áfram ef KR fellur
Valur fékk þá spurningu hvort hann sæi Óskar Hrafn Þorvaldsson halda áfram með liðið á næsta tímabili eftir erfiðleikana á þessu?
„Ég held að hann verði áfram. Mér finnst það líka enn líklegra ef þeir falla. Ef ég væri Óskar og KR myndi ekki falla gæti ég mögulega stigið til hliðar en ef þeir falla þá myndi ég hugsa: 'Ég er ekki að fara að falla með KR og skilja við þá þannig'," segir Valur.
„Þetta hlýtur að reyna á. KR er hans félag og KR er ekkert smá nafn í íslenskum fótbolta. Auðvitað leggst þetta á Óskar og það er bara eðilegt."
Kjaftasögur eru um að KR-ingar hafi hlerað Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, í sumar og þess vegna hafi Blikar farið í endursemja við hann.
sunnudagur 19. október
14:00 Afturelding-Vestri (Malbikstöðin að Varmá)
14:00 KR-ÍBV (Meistaravellir)
14:00 KA-ÍA (Greifavöllurinn)
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 25 | 9 | 6 | 10 | 30 - 31 | -1 | 33 |
2. KA | 25 | 9 | 6 | 10 | 36 - 45 | -9 | 33 |
3. ÍA | 25 | 10 | 1 | 14 | 35 - 45 | -10 | 31 |
4. Vestri | 25 | 8 | 4 | 13 | 24 - 38 | -14 | 28 |
5. Afturelding | 25 | 6 | 8 | 11 | 35 - 44 | -9 | 26 |
6. KR | 25 | 6 | 7 | 12 | 48 - 60 | -12 | 25 |
Athugasemdir