
„Við ætlum og verðum að vinna Úkraínu og svo á móti Frökkum ætlum við að ná jafntefli. Það eru bara okkar markmið. Markmiðin eru skýr, sigur gegn Úkraínu og minnsta kosti jafntefli gegn Frakklandi," sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson á fréttamannafundi 1. október, fyrir leikina gegn Úkraínu og Frakklandi.
Niðurstaðan úr leikjunum varð eitt stig; 3-5 tap gegn Úkraínu og 2-2 jafntefli við Frakkland.
Rætt var um landsliðið í Útvarpsþættinum Fótbolt.net sem var frumfluttur í hlaðvarpsformi í gær. Rætt var um Arnar sem hafði sett þessi markmið og var hann gagnrýndur fyrir hvernig hann talaði eftir leikina.
Niðurstaðan úr leikjunum varð eitt stig; 3-5 tap gegn Úkraínu og 2-2 jafntefli við Frakkland.
Rætt var um landsliðið í Útvarpsþættinum Fótbolt.net sem var frumfluttur í hlaðvarpsformi í gær. Rætt var um Arnar sem hafði sett þessi markmið og var hann gagnrýndur fyrir hvernig hann talaði eftir leikina.
„Er ekki Arnar Gunnlaugsson að tala í mótsögn við sjálfan sig? Hann er á fréttamannafundi fyrir leikinn, segir að við hugsum stórt og ætlum okkur fjögur stig úr þessum glugga. Við endum svo með eitt stig úr glugganum, þá má ekki gagnrýna. Þá á bara að horfa tölfræðina, hvað við vorum mikið með boltann og hvað við lærðum upp á framtíðina,“ sagði Elvar Geir og vísar í eldræðu Arnars fyrir leikinn gegn Frökkum.
„Það er eins og það sé í starfslýsingu landsliðsþjálfara í dag að vera á móti fjölmiðlum sem er ekkert eðlilega pirrandi. Það er langt síðan ég hef verið jafn pirraður eins og eftir leikinn gegn Úkraínu. Þegar ég vaknaði daginn eftir þá var ég enn pirraður," sagði Valur Gunnars.
„Ég hugsaði hvert lokatakmarkið væri. Að við værum geggjaðir að spila boltanum en getum ekki varist og töpum leikjum? En eftir Frakkaleikinn var hugsunin önnur, við náðum að spila og verjast. Þess vegna fannst mér þessi leikur á móti Úkraínu vitlaust settur upp og mér finnst skrítið að það megi ekki að tala um það án þess að maður verði einhver vondur karl."
„Mér finnst Arnar vera svo fyndinn í viðtölum. Mér finnst stundum eins og það sé verið að taka viðtal við stuðningsmann eftir leik.“
Valur telur að Arnar sé stundum of hátt uppi eftir góð úrslit. „Svo kemur Arnar eftir 2-2 leikinn við Frakkland, löskuðu liði Frakka. Ég er ekki að taka neitt af þeim úrslitum, en hann talar um ein bestu úrslit í sögu landsliðsins. Ég er með strax 5-6 landsleiki í hausnum sem hafa verið betri. Hann verður svo háfleygur, mér finnst það fyndið. Ég hef ekki gaman af því, stundum vil ég bara leiðinlegan þjálfara í viðtölum, mér finnst stundum Arnar mega stundum aðeins tóna sig niður. Ég elskaði samt þennan Frakkaleik, var mjög hrifinn af mörgu.“
Elvar bar gagnrýnina á Arnar saman við þá gagnrýni sem Heimir Hallgrímsson hefur fengið á Írlandi og Jon Dahl Tomasson í Svíþjóð.
„Miðað við það erum bara lömb að leika okkur við."
Athugasemdir