Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   fim 16. október 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Lofandi byrjun Woltemade - Með allt aðra eiginleika en Isak
Woltemade er áhugaverður leikmaður.
Woltemade er áhugaverður leikmaður.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nick Woltemade hefur skorað þrjú mörk í fjórum deildarleikjum fyrir Newcastle. Það vakti athygli þegar Newcastle sótti þennan 23 ára leikmann frá Stuttgart en hann virðist heldur betur tilbúinn fyrir stóra sviðið.

„Þegar Alexander Isak fór til Liverpool á metfé bjuggu margir stuðningsmenn Newcastle sig undir erfiðan tíma. Það var þungt högg að missa framherja sem skoraði 54 mörk í 86 leikjum, þar til þýskur framherji, 198 sentimetrar á hæð, byrjaði að vinna stuðningsmennina á sitt band," skrifar Harry Paterson, tölfræðisérfræðingur WhoScored, í grein hjá Guardian.

Efasamdarraddir heyrðust þegar Newcastle gerði 70 milljóna króna kaupsamning um Woltemade. Leikmann sem spilaði fyrir Elversberg í þýsku C-deildinni tveimur árum áður. Þá er leikstíll hans mjög ólíkur Isak.

Ekki síður taktísk áhætta heldur en fjárhagsleg
„Isak þrífist sem tæknilega góð og sókndjörf nía en leikur Woltemade snýst um að tengjast öðrum leikmönnum, fara neðar á völlinn og vinna fyrir aðra leikmenn. Newcastle hafði byggt leikstíl sinn í kringum sóknarmann með öðruvísi leikstíl og þetta var því ekki síður taktísk áhætta heldur en fjárhagsleg."

„En það sem virtist vera málamiðlun er farið að sýna merki um að vera rétta lausnin fyrir Newcastle. Það tók framherjann aðeins 29 mínútur að lækka í efasemdarröddum á St. James' Park í fyrsta leik sínum," segir Paterson.

„Mörk hans hafa verið kærkomin en raunveruleg áhrif Woltemade liggja í því hvernig hann er að umbreyta sóknarleik Newcastle. Hann býður liðinu upp á nýja vídd. Þjóðverjinn blandar saman líkamlegum styrk sem hefðbundin nía saman við tæknilega hæfileika leikstjórnanda á miðsvæðinu."

„Hann dregur varnarmenn úr stöðum sínum og skapar pláss til að vinna með fyrir Anthony Gordon, Anthony Elanga og Jacob Murphy. Með komu Woltemade þarf Newcastle ekki að reiða sig eins mikið á hraðar sóknir heldur getur byggt meira upp á spil."

Þarf að finna lausnir á nokkrum vandamálum
Það eru þó vandamál sem Newcastle þarf að finna lausnir á. Liðið þarf að vera bitmeira, það er í neðri hlutanum þegar kemur að skottilrainum og er aðeins með 0,86 mörk að meðaltali í leik.

„Framlínan er enn að finna taktinn. Liðsfélagar hans tengja ekki alveg við hreyfingar Woltemade. En það var alveg ljóst að það yrði aldrei einfalt að fylla skarð Isak og Eddie Howe þarf enn að laga nokkur vandamál. Woltemade kemur ekki beint í staðinn fyrir Isak, liðið þarf að þróast til að koma andstæðingum á óvart á alveg nýjan hátt, og Woltemade er með eiginleikana í það."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner