Jordan Pickford hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Everton.
Þessi 31 árs gamli markvörður gekk til liðs við Everton frá Sunderland árið 2017 fyrir 30 milljónir punda sem var metfé fyrir markvörð á Bretlandi á þeim tíma. Fyrri samningur hans við félagið átti að renna út árið 2027.
Þessi 31 árs gamli markvörður gekk til liðs við Everton frá Sunderland árið 2017 fyrir 30 milljónir punda sem var metfé fyrir markvörð á Bretlandi á þeim tíma. Fyrri samningur hans við félagið átti að renna út árið 2027.
„Ég er í skýjunum og þetta gefur mér tækifæri til að byggja upp arfleið mína hérna, halda áfram og koma félaginu þangað sem það vill vera," sagði Pickford.
„Everton er sérstakt félag fyrir mig. Ég kom hingað frá Sunderland sem ungur drengur og hef orðið að manni hér, þetta hefur verið sérstakur tími fyrir mig og fjölskylduna mína."
„Ég held að myrku dagarnir séu að baki og það er tími til að byggja upp skriðþunga sem lið og félag núna," sagði Pickford að lokum.
???? He’s a Toffee, through and through. ????@JPickford1 ???? pic.twitter.com/ivXyq1EeAU
— Everton (@Everton) October 16, 2025
Athugasemdir