
Njarðvíkingar gerðu harða atlögu að því að komast upp í Bestu deildina en töpuðu á endanum fyrir grönnum sínum í Keflavík í umspilinu. Eftir tímabilið tilkynnti Gunnar Heiðar Þorvaldsson að leiðir hans og Njarðvíkur myndu skilja.
Njarðvíkingar eru í þjálfaraleit og Davíð Smári Lamude, sem var rekinn frá Vestra, er sterklega orðaður við starfið. Davíð náði því afreki í sumar að gera Vestra að bikarmeistara en svo fór að halla verulega undan fæti í Bestu deildinni og liðið í fallhætti.
Njarðvíkingar eru í þjálfaraleit og Davíð Smári Lamude, sem var rekinn frá Vestra, er sterklega orðaður við starfið. Davíð náði því afreki í sumar að gera Vestra að bikarmeistara en svo fór að halla verulega undan fæti í Bestu deildinni og liðið í fallhætti.
Sæbjörn Steinke sagði í útvarpsþættinum Fótbolti.net að hann hafi heyrt að Njarðvíkingar stefndu á að kynna nýjan þjálfara á þriðjudaginn.
„Það eru sterkar sögusagnir um Davíð Smára í Njarðvík. Ég held að hann verði næsti þjálfari Njarðvíkur," segir Elvar Geir í þættinum þar sem ýmsar fabúleringar voru í gangi varðandi þjálfaramál.
Kjartan Henry Finnbogason fór á fund með Njarðvík og þá talar Sæbjörn um að Árni Freyr Guðnason og Auðun Helgason hafi einnig verið á blaði hjá félaginu.
Athugasemdir