Einar Freyr Halldórsson hefur skrifað undir nýjan samning við Þór en samningurinn er í gildi út sumarið 2028.
Þessi 17 ára gamli leikmaður var valinn besti ungi leikmaður Lengjudeildarinnar en hann skoraði fjögur mörk í 19 leikjum þegar liðið stóð uppi sem sigurvegari í deildinni.
Þessi 17 ára gamli leikmaður var valinn besti ungi leikmaður Lengjudeildarinnar en hann skoraði fjögur mörk í 19 leikjum þegar liðið stóð uppi sem sigurvegari í deildinni.
Einar Freyr sló í gegn í sumar og var einn af lykilmönnum liðsins. Hann hefur spilað 32 leiki fyrir liðið en hann spilaði sína fyrstu leiki í fyrra.
Hann hefur spilað 20 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
Hann fagnaði 17 ára afmælinu sínu í síðasta mánuði og fór til Noregs og æfði með Íslendingaliði Brann.
Athugasemdir