Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. nóvember 2019 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Oblak ekki tilnefndur: Skiptir ekki máli hver er bestur
Oblak hefur haldið hreinu í 119 af 211 leikjum sem hann hefur spilað á milli stanga Atletico.
Oblak hefur haldið hreinu í 119 af 211 leikjum sem hann hefur spilað á milli stanga Atletico.
Mynd: Getty Images
Slóvenski markvörðurinn Jan Oblak er einn af bestu markvörðum í sögu spænsku deildarinnar og hefur hann gert stórkostlega hluti á milli stanga Atletico Madrid undanfarin fimm ár.

Á þessum fimm árum hefur hann fjórum sinnum verið valinn besti markvörður deildarinnar. Þrátt fyrir það hefur hann aldrei verið valinn besti markvörður Evrópu (UEFA) eða heims (FIFA).

„Þegar kemur að einstaklingsverðlaunum skiptir engu máli hver er bestur. Það eina sem skiptir máli er að liðið þitt vinni titla, þá áttu möguleika á að fá tilnefningu," sagði Oblak, sem var ekki tilnefndur fyrir verðlaunaafhendingu FIFA í september.

Alisson Becker (Liverpool), Ederson (Man City) og Marc-Andre ter Stegen (Barcelona) voru tilnefndir. Alisson var valinn bestur og Ederson næstbestur.

„Vonandi breytast hlutirnir á þessu tímabili. Sem sagt að ég vinni stóran titil með Atletico og verði þar af leiðandi tilnefndur meðal bestu markvarða heims."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner