Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. nóvember 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Mido urðar yfir Salah og egypska knattspyrnusambandið
Mohamed Salah er með veiruna
Mohamed Salah er með veiruna
Mynd: Getty Images
Mido er ósáttur með Salah og egypska knattspyrnusambandið
Mido er ósáttur með Salah og egypska knattspyrnusambandið
Mynd: Getty Images
Fyrrum egypski landsliðsframherjinn, Mido, er afar ósáttur með framferði Mohamed Salah og egypska knattspyrnusambandsins en Salah greindist með kórónuveiruna á dögunum.

Salah greindist með veiruna á dögunum en talið er að hann hafi smitast í brúðkaupi bróður síns. Hann fór í brúðkaupi í Kaíró, nokkrum dögum yfir leik Egyptalands gegn Tógó.

Hann er nú í sóttkví en mun missa af næsta leik Liverpool gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni og verður þá mögulega ekki með gegn Atalanta í Meistaradeildinni.

Mido, sem spilaði með liðum á borð við Ajax og Tottenham, er afar ósáttur með Salah og skýtur þá einnig föstum skotum á stjórnarmenn egypska knattspyrnusambandsins.

„Ég veit að gæti fengið hörð viðbrögð við þessum ummælum en það verður bara að vera þannig. Mohamed Salah gerði stór mistök með því að mæta í brúðkaupið og það aðeins nokkrum dögum fyrir leik með egypska landsliðinu. Þetta var algert gáleysi og fór ekki eftir þeim öryggisráðstöfunum fyrir veirunni og því smitaðist hann," sagði Salah.

„Þetta gáleysi hans varð til þess að egypska liðið var án hans í mjög mikilvægum leik og hann setti heilsu leikmanna einnig í hættu. Hann hefði aldrei átt að vera í þessu brúðkaupi og sérstaklega á þessum tímum. Það var meira en 800 manns þarna og helmingur þeirra var að kyssa manninn og taka í höndina á honum."

Mido benti þá einnig á egypska sambandið og hraunaði þar yfir fjölmarga stjórnarmenn.

„Hinn punkturinn í þessu er svo þögnin hjá þeim sem bera ábyrgð á þessu gáleysi hans og það staðfestir enn frekar að leikmaðurinn er stærri en landsliðið og það boðar aldrei neitt gott."

„Mér var refsað á Afríkumótinu árið 2006 þar sem mér var meinað að spila úrslitaleikinn og þá var ég ekki valinn í landsliðið hálft ár á eftir. Ég var ungur og hélt ég væri eldri en liðið en ég get staðfest það að enginn er stærri en liðið og ef einhver heldur það þá hefur sá aðili rangt fyrir sér."

„Stjórnarmenn í Egyptalandi beindu sökinni ekki að Salah þrátt fyrir að þetta gáleysi hafi kostað sitt. Ég nefni Ashraf Sobhi, íþróttamálaráðherra, Amr Al-Ganayni, formann egypska knattspyrnusambandsins, Hossam Al-Badri, þjálfara liðsins og Mohamed Barakat, yfirmann íþróttamála hjá sambandinu. Þeir eru hugleysingjar og hræddir við aðdáendur hjá þessari stjörnu Liverpool en hér er ég að tala um þetta án þess að óttast nokkuð,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner