Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
banner
   sun 18. desember 2022 23:54
Brynjar Ingi Erluson
María spilaði í öruggum sigri Man Utd
Kvenaboltinn
María Þórisdóttir lék allan leikinn í vörn Manchester United sem vann 4-0 sigur á Sheffield United í enska deildabikarnum i kvöld.

Manchester United fékk Maríu til liðs við sig á síðasta ári eftir að hafa spilað fyrir Chelsea í fjögur ár.

Hún byrjaði í vörn United í dag og lék allan leikinn í öruggum fjögurra marka sigri.

Manchester United er í þriðja sæti WSL-deildarinnar með 22 stig, fimm stigum frá toppliði Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner