Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. janúar 2020 10:50
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher: Hefði unnið deildina með sama fjármagn og City
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher er virkur á Twitter og ræddi muninn á fjármálastefnu Manchester City og Liverpool í gær, eftir að hafa skrifað pistil um leikmannakaup Liverpool.

Annar notandi á forritinu benti Carragher á að Man City væri ekki að kaupa leikmenn frá bestu knattspyrnufélögum heims frekar en Liverpool.

Carragher, sem lék allan 17 ára atvinnumannaferilinn hjá Liverpool án þess að hampa úrvalsdeildartitlinum, svaraði þessum notanda. Hann benti á að hann sjálfur hefði getað hampað úrvalsdeildartitli ef Liverpool væri með heila þjóð sem bakhjarl.

„Ég hugsa að ég hefði unnið úrvalsdeildartitil ef Liverpool hefði verið fjármagnað af heilli þjóð," svaraði Carragher.

Þetta er augljóst skot á Man City sem er í eigu Sheikh Mansour, meðlims konungsfjölskyldunnar í Abu Dhabi og varaforsætisráðherra Sameinaða arabíska furstadæmisins. Bróðir hans, Sheikh Khalifa, er forsætisráðherra.
Athugasemdir
banner
banner