Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. janúar 2020 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Fyrrum Grindvíkingur tryggði Liverpool sigur
Hörð barátta á toppnum
Rachel Furness.
Rachel Furness.
Mynd: Getty Images
Rachel Furness, fyrrum leikmaður Grindavíkur, var hetja Liverpool gegn Bristol City er liðið vann langþráðan sigur í úrvalsdeild kvenna á Englandi þennan sunnudaginn.

Um er að ræða fyrsta deildarsigur Liverpool á tímabilinu og er liðið komið upp af botni deildarinnar. Bristol City er núna á botninum.

Furness er 31 árs gömul og gekk hún í raðir Liverpool frá Reading undir lok síðasta árs.

Rachel Furness er nafn sem einhverjir Íslendingar kannast við. Hún kom til Grindavíkur fyrir sumarið 2010 og spilaði eitt sumar með félaginu í Pepsi-deildinni. Það sumar lék hún 14 leiki í deild og bikar og skoraði fimm mörk. Hún hjálpaði Grindavík að forðast fall.

Það fór fram heil umferð í úrvalsdeild kvenna í dag. Toppbaráttan er gríðarlega spennandi.

Chelsea vann 4-1 útisigur á Arsenal, og er Manchester City núna á toppnum með 33 stig, eins og Arsenal. Chelsea er með einu stigi minna en Man City og Arsenal, en liðið á leik til góða og getur komist á toppinn með sigri í þeim leik.

María Þórisdóttir er á mála hjá Chelsea, en hún hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu.

Manchester United vann 3-0 sigur á Tottenham þar sem öll mörkin komu í seinni hálfleiknum.

Úrslit dagsins:
Birmingham 0 - 2 Man City
Man Utd 3 - 0 Tottenham
Arsenal 1 - 4 Chelsea
Everton 3 - 1 Reading
Bristol City 0 - 1 Liverpool
West Ham 2 - 1 Brighton


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner