Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 19. janúar 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evra skoðaði hvað var í glasinu hjá Souness
Patrice Evra.
Patrice Evra.
Mynd: Getty Images
Patrice Evra, fyrrum bakvörður Manchester United, var einn af sérfræðingum Sky Sports á leik Liverpool og Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn endaði með 2-0 sigri Liverpool sem er núna með 16 stiga forskot á toppi deildarinnar og með leik til góða.

Graeme Souness, fyrrum leikmaður og þjálfari Liverpool, var heitt í hamsi. Hann var ósáttur við að mark skyldi vera dæmt af Liverpool í fyrri hálfleiknum.

Virgil van Dijk hoppaði inn í David de Gea, markvörð United, áður en Roberto Firmino skoraði. Craig Pawson, dómari, flautaði ekki í fyrstu en eftir VAR-skoðun var markið dæmt af.

Souness lét gamminn geysa, en Evra svaraði því með því að lyfta glasi Souness og skoða hvað væri nákvæmlega í því.

Sjón er sögu ríkari. Myndband er hér að neðan.

Sjá einnig:
Mark dæmt af Liverpool - Gary Neville ósammála


Athugasemdir
banner
banner
banner