Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 19. janúar 2021 15:00
Magnús Már Einarsson
Instagram eyddi aðgangi eftir fordóma
Instagram hefur eytt aðgangi á samfélagsmiðlinum eftir að Ivan Toney, framherji Brentford, varð fyrir kynþáttafordómum.

Toney birti sjálfur skjáskot af skilaboðunum á Instagram en þar varð hann fyrir kynþáttafordómum.

Forsvarsmenn Instagram voru fljótir að eyða aðganginum sem skilaboðin voru send frá.

„Það er ekkert pláss fyrir kynþáttafordóma í fótbolta eða á forritinu okkar. Við höfum eytt ummælunum og eytt aðganginum af forritinu," sagði talsmaður Instagram.
Athugasemdir