Man Utd ætlar að selja Antony - Zirkzee til Arsenal?
   mán 19. febrúar 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Býst ekki við að fá Simons lánaðan aftur frá PSG
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Rouven Schröder, yfirmaður fótboltamála hjá RB Leipzig, býst ekki við að krækja í Xavi Simons aftur frá franska stórveldinu PSG fyrir næstu leiktíð.

Simons er uppalinn hjá Barcelona og PSG og steig hann sín fyrstu skref með aðalliði PSG en var ósáttur með lítinn spiltíma.

Frakkarnir samþykktu því að selja hann til PSV Eindhoven í Hollandi sumarið 2022, með endurkaupsrétti.

Simons skein skært í hollenska boltanum og raðaði inn bæði mörkum og stoðsendingum fyrir PSV, sem varð til þess að PSG virkjaði endurkaupsréttinn og keypti Simons aftur til sín.

PSG var þó ekki tilbúið til að lofa Simons þeim spiltíma sem hann vildi og samþykkti að lána hann til Leipzig þar sem hann gæti fengið að spreyta sig í þýsku deildinni.

Hann hefur verið öflugur hjá Leipzig og er búinn að skora sex mörk og gefa sjö stoðsendingar í 21 deildarleik.

„Hann fer aftur til PSG eftir tímabilið og við getum þá beðið um að fá hann aftur lánaðan, en ég hef ekki mikla trú á að það gangi upp. Þetta snýst aðallega um hvað PSG kýs að gera eftir allt þetta Mbappé mál," sagði Rouven Schröder við Sky í Þýskalandi í gær.
Athugasemdir
banner