Tveir lykilmenn voru að skrifa undir nýja tveggja ára samninga við ÍR og munu því taka slaginn með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.
ÍR komst upp úr 2. deildinni á síðustu leiktíð eftir frábæran lokakafla á tímabilinu, þar sem Breiðhyltingar gerðu jafntefli við topplið Dalvíkur/Reynis og unnu svo KFA í leik sem reyndist úrslitaleikur um annað sætið.
Alexander Kostic og Stefán Þór Pálsson áttu stóran þátt í velgengni ÍR-inga í fyrra og munu þeir leika með félaginu í næstefstu deild.
Alexander er fæddur 1992 og spilaði hann 20 af 22 leikjum á síðasta deildartímabili.
Stefán Þór, fæddur 1995, spilaði 19 leiki á deildartímabilinu.
Báðir eiga þeir leiki að baki með ÍR í næstefstu deild, en Stefán Þór á í heildina 86 leiki að baki í deildinni auk þess að hafa spilað 18 leiki í efstu deild þegar hann var hjá Víkingi R. og Breiðabliki.
Stefán þótti gríðarlega mikið efni á sínum tíma og lék 29 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Alexander, sem á 34 leiki að baki í næstefstu deild á Íslandi, lék 6 sinnum fyrir yngri landslið Íslands á sínum landsliðsferli.
Tvær goðsagnir skrifa undir!??
— ÍR Fótbolti (@IRFotbolti) February 19, 2024
Alexander Kostic og Stefán Þór Pálsson hafa báðir skrifað undir tveggja ára samning við félagið!????
Knattspyrnudeildin óskar þeim til hamingju með samningin og einnig góðs gengis í sumar!????
ÁFRAM ÍR!???????? pic.twitter.com/3EidYFPFDA
Athugasemdir