Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   mán 19. febrúar 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Shearer hrifinn af hugarfari Höjlund
Höjlund er búinn að skora í sex deildarleikjum í röð.
Höjlund er búinn að skora í sex deildarleikjum í röð.
Mynd: EPA
Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, segist hrifinn af hugarfari danska sóknarmannsins Rasmus Höjlund sem er kominn á gott skrið með Manchester United.

Höjlund er búinn að finna skotskóna og skoraði bæði mörk United í sigri gegn Luton í gær. Hann er búinn að skora í sex deildarleikjum í röð.

„Um tíma fann ég til með honum því honum gekk illa að skora, en pressan var mikil vegna verðmiðans,“ segir Shearer sem er sparkspekingur hjá BBC.

„Mörkin fóru að koma en hann hefur alltaf verið að koma sér í stöður og ekki verið hræddur við að klúðra færum. Hann hefur haldið áfram á sömu braut og hefur nú verið verðlaunaður fyrir það.“
Athugasemdir
banner
banner
banner