Man Utd ætlar að selja Antony - Zirkzee til Arsenal?
   mán 19. febrúar 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sheffield endurkallaði Arblaster úr láni - Stærri félög eru áhugasöm
Mynd: Getty Images
Sheffield United endurkallaði Ollie Arblaster til baka úr láni frá Port Vale, sem leikur í þriðju efstu deild enska boltans, eftir að hann meiddist í desember og er núna að undirbúa samningstilboð fyrir þennan efnilega miðjumann vegna áhuga frá öðrum félagsliðum.

Stærri lið í ensku úrvalsdeildinni eru áhugasöm um að krækja í Arblaster, sem er aðeins 19 ára gamall og var mikilvægur hlekkur í liði Port Vale fyrir áramót.

Arblaster á átta leiki að baki fyrir yngri landslið Englands og er að jafna sig eftir meiðslin sem hann hlaut í vetur.

Chris Wilder hefur miklar mætur á leikmanninum og gæti hann spilað sinn fyrsta leik fyrir Sheffield á næstu vikum.

Sheffield vonast til að gera langtímasamning við leikmanninn sem fyrst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner