Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   mið 19. febrúar 2025 07:00
Elvar Geir Magnússon
Aþenu
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Aron var með fyrirliðabandið í þessum leik.
Aron var með fyrirliðabandið í þessum leik.
Mynd: Víkingur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er lygilegt, það er helvíti gaman og verður enn skemmtilegra á fimmtudaginn,“ segir Aron Elís Þrándarson þegar hann er spurður að því hvernig sé að taka þátt í Evrópuævintýri með sínu uppeldisfélagi.

Aron var með fyrirliðabandið þegar Víkingur vann 2-1 sigur gegn Panathinaikos í síðustu viku en liðin mætast í seinni leiknum annað kvöld.

„Maður ólst upp á tröppunum í Víkinni þegar við vorum í Landsbankadeildinni og rokkandi upp og niður. Þetta er aðeins öðruvísi, ég verð að viðurkenna það, en venst vel."

Eigum heima í þessari keppni
Hvernig var að taka þátt í þessum frækna sigri í fyrri leiknum gegn Panathinaikos?

„Það var frábært. Við sýndum bara að við eigum heima í þessari keppni og höfum unnið fyrir því að komast svona langt. Við erum á undirbúningstímabili og búnir að spila þrjá leiki í einhverjum stormi á Íslandi í undirbúningi fyrir leikinn en samt spiluðum við svona. Það er bara geggjað."

Koma með meira tempó
„Ég held að leikurinn á fimmtudag verði erfiðari Þeir munu klárlega koma með aðeins meira tempó og við verðum að vera undirbúnir fyrir það. Við þurfum bara að spila sem lið og ná þessu yfir línuna."

Aron lék fyrstu 50 mínúturnar í síðasta leik, hvernig er skrokkurinn fyrir seinni leikinn?

„Bara ágætur. Ég stífnaði aðeins upp í kálfanum þarna, það var helvíti kalt og það hjálpaði ekki til. Við tókum ekki sénsinn og ég og Oliver þurftum að fara út af."

„Við finnum það klárlega að pressan er á þeim. Þeir hreinlega skömmuðu sín í fyrri leiknum, þökkuðu ekki einu sinni fyrir leikinn og voru fljótir inn í klefa. Við förum með kassann úti í þennan leik. Við verðum að vera undirbúnir undir það að þeir komi brjálaðir í leikinn."
Athugasemdir