Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   mið 19. febrúar 2025 07:00
Elvar Geir Magnússon
Aþenu
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Aron var með fyrirliðabandið í þessum leik.
Aron var með fyrirliðabandið í þessum leik.
Mynd: Víkingur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er lygilegt, það er helvíti gaman og verður enn skemmtilegra á fimmtudaginn,“ segir Aron Elís Þrándarson þegar hann er spurður að því hvernig sé að taka þátt í Evrópuævintýri með sínu uppeldisfélagi.

Aron var með fyrirliðabandið þegar Víkingur vann 2-1 sigur gegn Panathinaikos í síðustu viku en liðin mætast í seinni leiknum annað kvöld.

„Maður ólst upp á tröppunum í Víkinni þegar við vorum í Landsbankadeildinni og rokkandi upp og niður. Þetta er aðeins öðruvísi, ég verð að viðurkenna það, en venst vel."

Eigum heima í þessari keppni
Hvernig var að taka þátt í þessum frækna sigri í fyrri leiknum gegn Panathinaikos?

„Það var frábært. Við sýndum bara að við eigum heima í þessari keppni og höfum unnið fyrir því að komast svona langt. Við erum á undirbúningstímabili og búnir að spila þrjá leiki í einhverjum stormi á Íslandi í undirbúningi fyrir leikinn en samt spiluðum við svona. Það er bara geggjað."

Koma með meira tempó
„Ég held að leikurinn á fimmtudag verði erfiðari Þeir munu klárlega koma með aðeins meira tempó og við verðum að vera undirbúnir fyrir það. Við þurfum bara að spila sem lið og ná þessu yfir línuna."

Aron lék fyrstu 50 mínúturnar í síðasta leik, hvernig er skrokkurinn fyrir seinni leikinn?

„Bara ágætur. Ég stífnaði aðeins upp í kálfanum þarna, það var helvíti kalt og það hjálpaði ekki til. Við tókum ekki sénsinn og ég og Oliver þurftum að fara út af."

„Við finnum það klárlega að pressan er á þeim. Þeir hreinlega skömmuðu sín í fyrri leiknum, þökkuðu ekki einu sinni fyrir leikinn og voru fljótir inn í klefa. Við förum með kassann úti í þennan leik. Við verðum að vera undirbúnir undir það að þeir komi brjálaðir í leikinn."
Athugasemdir
banner