Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   mið 19. febrúar 2025 07:00
Elvar Geir Magnússon
Aþenu
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Aron var með fyrirliðabandið í þessum leik.
Aron var með fyrirliðabandið í þessum leik.
Mynd: Víkingur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er lygilegt, það er helvíti gaman og verður enn skemmtilegra á fimmtudaginn,“ segir Aron Elís Þrándarson þegar hann er spurður að því hvernig sé að taka þátt í Evrópuævintýri með sínu uppeldisfélagi.

Aron var með fyrirliðabandið þegar Víkingur vann 2-1 sigur gegn Panathinaikos í síðustu viku en liðin mætast í seinni leiknum annað kvöld.

„Maður ólst upp á tröppunum í Víkinni þegar við vorum í Landsbankadeildinni og rokkandi upp og niður. Þetta er aðeins öðruvísi, ég verð að viðurkenna það, en venst vel."

Eigum heima í þessari keppni
Hvernig var að taka þátt í þessum frækna sigri í fyrri leiknum gegn Panathinaikos?

„Það var frábært. Við sýndum bara að við eigum heima í þessari keppni og höfum unnið fyrir því að komast svona langt. Við erum á undirbúningstímabili og búnir að spila þrjá leiki í einhverjum stormi á Íslandi í undirbúningi fyrir leikinn en samt spiluðum við svona. Það er bara geggjað."

Koma með meira tempó
„Ég held að leikurinn á fimmtudag verði erfiðari Þeir munu klárlega koma með aðeins meira tempó og við verðum að vera undirbúnir fyrir það. Við þurfum bara að spila sem lið og ná þessu yfir línuna."

Aron lék fyrstu 50 mínúturnar í síðasta leik, hvernig er skrokkurinn fyrir seinni leikinn?

„Bara ágætur. Ég stífnaði aðeins upp í kálfanum þarna, það var helvíti kalt og það hjálpaði ekki til. Við tókum ekki sénsinn og ég og Oliver þurftum að fara út af."

„Við finnum það klárlega að pressan er á þeim. Þeir hreinlega skömmuðu sín í fyrri leiknum, þökkuðu ekki einu sinni fyrir leikinn og voru fljótir inn í klefa. Við förum með kassann úti í þennan leik. Við verðum að vera undirbúnir undir það að þeir komi brjálaðir í leikinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner