Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mið 19. febrúar 2025 07:00
Elvar Geir Magnússon
Aþenu
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Aron var með fyrirliðabandið í þessum leik.
Aron var með fyrirliðabandið í þessum leik.
Mynd: Víkingur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er lygilegt, það er helvíti gaman og verður enn skemmtilegra á fimmtudaginn,“ segir Aron Elís Þrándarson þegar hann er spurður að því hvernig sé að taka þátt í Evrópuævintýri með sínu uppeldisfélagi.

Aron var með fyrirliðabandið þegar Víkingur vann 2-1 sigur gegn Panathinaikos í síðustu viku en liðin mætast í seinni leiknum annað kvöld.

„Maður ólst upp á tröppunum í Víkinni þegar við vorum í Landsbankadeildinni og rokkandi upp og niður. Þetta er aðeins öðruvísi, ég verð að viðurkenna það, en venst vel."

Eigum heima í þessari keppni
Hvernig var að taka þátt í þessum frækna sigri í fyrri leiknum gegn Panathinaikos?

„Það var frábært. Við sýndum bara að við eigum heima í þessari keppni og höfum unnið fyrir því að komast svona langt. Við erum á undirbúningstímabili og búnir að spila þrjá leiki í einhverjum stormi á Íslandi í undirbúningi fyrir leikinn en samt spiluðum við svona. Það er bara geggjað."

Koma með meira tempó
„Ég held að leikurinn á fimmtudag verði erfiðari Þeir munu klárlega koma með aðeins meira tempó og við verðum að vera undirbúnir fyrir það. Við þurfum bara að spila sem lið og ná þessu yfir línuna."

Aron lék fyrstu 50 mínúturnar í síðasta leik, hvernig er skrokkurinn fyrir seinni leikinn?

„Bara ágætur. Ég stífnaði aðeins upp í kálfanum þarna, það var helvíti kalt og það hjálpaði ekki til. Við tókum ekki sénsinn og ég og Oliver þurftum að fara út af."

„Við finnum það klárlega að pressan er á þeim. Þeir hreinlega skömmuðu sín í fyrri leiknum, þökkuðu ekki einu sinni fyrir leikinn og voru fljótir inn í klefa. Við förum með kassann úti í þennan leik. Við verðum að vera undirbúnir undir það að þeir komi brjálaðir í leikinn."
Athugasemdir
banner
banner