Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 19. febrúar 2025 07:00
Elvar Geir Magnússon
Aþenu
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Aron var með fyrirliðabandið í þessum leik.
Aron var með fyrirliðabandið í þessum leik.
Mynd: Víkingur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er lygilegt, það er helvíti gaman og verður enn skemmtilegra á fimmtudaginn,“ segir Aron Elís Þrándarson þegar hann er spurður að því hvernig sé að taka þátt í Evrópuævintýri með sínu uppeldisfélagi.

Aron var með fyrirliðabandið þegar Víkingur vann 2-1 sigur gegn Panathinaikos í síðustu viku en liðin mætast í seinni leiknum annað kvöld.

„Maður ólst upp á tröppunum í Víkinni þegar við vorum í Landsbankadeildinni og rokkandi upp og niður. Þetta er aðeins öðruvísi, ég verð að viðurkenna það, en venst vel."

Eigum heima í þessari keppni
Hvernig var að taka þátt í þessum frækna sigri í fyrri leiknum gegn Panathinaikos?

„Það var frábært. Við sýndum bara að við eigum heima í þessari keppni og höfum unnið fyrir því að komast svona langt. Við erum á undirbúningstímabili og búnir að spila þrjá leiki í einhverjum stormi á Íslandi í undirbúningi fyrir leikinn en samt spiluðum við svona. Það er bara geggjað."

Koma með meira tempó
„Ég held að leikurinn á fimmtudag verði erfiðari Þeir munu klárlega koma með aðeins meira tempó og við verðum að vera undirbúnir fyrir það. Við þurfum bara að spila sem lið og ná þessu yfir línuna."

Aron lék fyrstu 50 mínúturnar í síðasta leik, hvernig er skrokkurinn fyrir seinni leikinn?

„Bara ágætur. Ég stífnaði aðeins upp í kálfanum þarna, það var helvíti kalt og það hjálpaði ekki til. Við tókum ekki sénsinn og ég og Oliver þurftum að fara út af."

„Við finnum það klárlega að pressan er á þeim. Þeir hreinlega skömmuðu sín í fyrri leiknum, þökkuðu ekki einu sinni fyrir leikinn og voru fljótir inn í klefa. Við förum með kassann úti í þennan leik. Við verðum að vera undirbúnir undir það að þeir komi brjálaðir í leikinn."
Athugasemdir
banner
banner