Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 19. mars 2023 19:23
Aksentije Milisic
Ítalía: Lazio marði nágrannaslaginn manni fleiri - Þrjú rauð og mikill hiti
Ibanez fær rautt.
Ibanez fær rautt.
Mynd: EPA
Lazio fagnar sigurmarkinu.
Lazio fagnar sigurmarkinu.
Mynd: EPA
Þrjú rauð spjöld litu dagsins ljós.
Þrjú rauð spjöld litu dagsins ljós.
Mynd: EPA

Lazio 1 - 0 Roma
1-0 Mattia Zaccagni ('65 )
Rautt spjald: Roger Ibanez, Roma ('32)
Rautt spjald: Bryan Cristante, Roma (Eftir leik)
Rautt spjald: Adam Marusic, Lazio (Eftir leik)


Það var rosalegum leik að ljúka þegar Lazio og Roma áttust við í Derby della Capitale í Róm.


Leikirnir eru alltaf þýðingarmiklir en þessi í dag var það sérstaklega í ljósi stöðunnar í deildinni. Bæði liðin eru að berjast um að enda í topp fjórum og ná sér í sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Kjartan Atli Kjartansson lýsti leiknum á Stöð2Sport3 og fór á kostum í leik sem allt var í gangi.

Það var mikill hiti strax í byrjun og menn voru ekki lengi að byrja að slást. Roger Ibanez fékk gult spjald fyrir ljótt brot strax á áttundu mínútu leikins. Lazio byrjaði betur og ógnaði marki gestanna nokkrum sinnum en ekkert kom úr því.

Það var á 32. mínútu þegar leikurinn gjörbreyttist. Ibanez fór þá í heimskulegt brot á Sergej Milinkovic-Savic sem gerði vel og leiddi Ibanez í gildru. Annað gult á Ibanez sem þýddi rautt og Roma þurfti að spila manni færri í tæpa klukkustund.

Þetta virtist ekki hafa mikil áhrif á Rómverja sem vörðust mjög vel og reyndu að sækja þegar þeir gátu það. Staðan var 0-0 í hálfleik en enginn Jose Mourinho var á varamannabekknum hjá Roma en hann er í leikbanni í enn eitt skiptið.

Lazio stjórnaði leiknum og náði að brjóta ísinn á 65. mínútu leiksins. Nicola Zalewski náði þá ekki almennilega til boltans og komst Zaccagni í gegn og kláraði færið vel framhjá Rui Patricio við gífurlega mikinn fögnuð heimaliðsins. Zaccagni var líflegasti leikmaður Lazio í leiknum og því viðeigandi að hann skoraði.

Eftir þetta voru það hins vegar tíu leikmenn Roma sem voru líklegri. Þeir komu boltanum í netið einungis tveimur mínútum eftir mark Lazio en þá fengu Rómverjar aukaspyrnu af löngu færi.

Lorenzo Pellegrini fann pönnuna á Gianluca Mancini sem var í dauðafæri en lét verja frá sér. Chris Smalling náði frákastinu sem endaði með því að leikmaður Lazio setti boltann í eigið net. VAR dæmdi markið hins vegar réttilega af þar sem Smalling var rangstæður þegar Mancini skallaði boltann. Mancini átti hins vegar að gera betur og skora.

Roma fór að taka meiri sénsa því sem leið á leikinn og Lazio reyndi að klára leikinn úr skyndisóknum en það tókst ekki. Roma hentu öllum mönnum fram í restina og virtist Bryan Cristante vera að komast í dauðafæri í uppbótartímanum en sendingin var aðeins of há og náði því Ítalinn ekki til boltans.

Stuttu síðar var flautað til leiksloka en þá var ekki allt búið enn. Leikmenn Roma voru ekki sáttur við hegðun erkifjenda sinna en Adam Marusic æsti í mönnum sem endaði með því að Mancini virtist klóra hann í andlitið. Þá var Cristante einnig í atvikinu en að lokum voru það Marusic og Cristante sem fengu rautt samkvæmt leikskýrslunni en erfitt var að átta sig á því hverja dómari leiksins var að reka af velli eftir leikinn.

Lazio er nú í öðru sæti deildarinnar með 52 stig en Roma er í því fimmta með 47.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner