 
        
                                                                                                                
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                Valur lagði fram tilboð í Andi Hoti, leikmann Leiknis, fyrr í vetur en það er 433.is sem greinir frá því í dag.
Andi er fæddur árið 2003, er miðvörður og lék níu leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hefur verið lykilmaður í vörn Leiknis síðustu ár. Hann er uppalinn Leiknismaður og á að baki 120 meistaraflokksleiki fyrir félagið. Hann hefur verið hjá Leikni allan sinn feril ef frá eru talin tímabilið 2021 og '22 þar sem hann var á láni hjá Þrótti og svo Aftureldingu.
                
                                    Andi er fæddur árið 2003, er miðvörður og lék níu leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hefur verið lykilmaður í vörn Leiknis síðustu ár. Hann er uppalinn Leiknismaður og á að baki 120 meistaraflokksleiki fyrir félagið. Hann hefur verið hjá Leikni allan sinn feril ef frá eru talin tímabilið 2021 og '22 þar sem hann var á láni hjá Þrótti og svo Aftureldingu.
Í umfjöllun 433 er sagt að tilboðið hafi verið rausnarlegt. Leiknir hefur ekki samþykkt tilboðið.
Samningur Andi við Leikni rennur út í lok árs og má hann í sumar semja við annað félag um að ganga í raðir þess fyrir tímabilið 2026.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
         
     
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        
