Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 19. apríl 2021 12:00
Magnús Már Einarsson
Bayern, Dortmund og Porto hafna Ofurdeildinni
Mynd: Getty Images
Þýsku félögin Bayern Munchen og Borussia Dortmund ætla ekki að taka þátt í fyrirhugaðri Ofurdeild í Evrópu.

Tilkynnt var í gær að tólf félög frá Englandi, Spáni og Ítalíu standi að stofnun deildarinnar. Þrjú önnur sæti eru ennþá laus og að auki verður keppt um fimm sæti í deildinni árlega.

Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund, staðfesti í dag að félagið ætli ekki að taka þátt og það sama eigi við um Bayern.

Porto frá Portúgal bauðst að taka þátt en félagið ákvað að hafna því boði.

„Við gátum ekki keppt í neinu sem fer gegn reglunum. Við erum í Meistaradeildinni og við höldum áfram að vera þar næstu árin," sagði Pinto da Costa, formaður Porto.
Athugasemdir
banner
banner
banner