Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. apríl 2021 12:55
Elvar Geir Magnússon
Ceferin: Leikmönnum Í Ofurdeildinni bannað að spila með landsliðum
Aleksander Ceferin, forseti UEFA.
Aleksander Ceferin, forseti UEFA.
Mynd: Getty Images
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir það alveg skýrt að þeir leikmenn sem taki þátt í lokuðum mótum, eins og Ofurdeildinni, fái ekki að spila á Evrópu- né heimsmeistaramótum landsliða.

Forráðamenn UEFA eru algjörlega æfir vegna áætlana tólf af stærstu félögum Evrópu að stofna sérstaka Ofurdeild og berjast nú gegn henni.

„Leikmenn sem spila í lokuðum deildum verða bannaðir frá þátttöku á HM og EM. Þeir mega ekki spila fyrir landsliðin," segir Ceferin sem sparar ekki stóru orðin.

„UEFA er mótfallið þessum svívirðilegu áformum sem byggjast á eiginhagsmunum og græðgi. Við stöndum saman gegn þessari vitleysu. Þetta er hráka í andlit þeirra sem elska fótbolta."

Mikill titringur er í fótboltaheiminum vegna áforma um að stofna þessa sérstöku Ofurdeild en fjallað er um deildina í sérstökum hlaðvarpsþætti sem hægt er að hlusta á hér að neðan.
Allt nötrar út af Ofurdeildinni - NBA deild í Evrópu
Athugasemdir
banner
banner
banner