Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. apríl 2021 14:49
Elvar Geir Magnússon
Nýtt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar 2024
Meistaradeild Evrópu.
Meistaradeild Evrópu.
Mynd: Getty Images
Nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu var samþykkt í dag en það mun taka gildi 2024 og vera til 2033 að minnsta kosti.

Fyrirkomulagið var samþykkt daginn eftir að tólf af stærstu félögum Evrópu tilkynntu að þau ætluðu að hætta í Meistaradeildinni til að ganga í fyrirhugaða Ofurdeild.

Nýja fyrirkomulag Meistaradeildarinnar er umdeilt, þátttökuliðum er fjölgað úr 32 í 36 og er riðlakeppnin lögð niður. Hvert lið leikur tíu leikir gegn tíu mismunandi mótherjum.

Liðin raða sér þannig á sérstaka stöðutöflu þar sem efstu átta liðin tryggja sér sæti í útsláttarkeppni. Næstu sextán lið fara í umspil um hin lausu átta sætin.

Það sem er hvað umdeildast við nýja fyrirkomulagið er að tvö af fjórum nýju sætunum í keppninni verður úthlutað miðað við fyrri árangur í keppninni gegnum sérstakan styrkleikalista UEFA. Þar með gæti lið komist í Meistaradeildina þrátt fyrir að enda neðar í deildinni í heimalandinu en eitthvað annað lið sem ekki fær þátttökurétt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner