Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   þri 19. apríl 2022 22:24
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Mikilvægt að spila vel, alveg sama í hvaða leik
Létt yfir Hrafninum
Létt yfir Hrafninum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég held að þessi leikur er ekkert mikilvægari en 10. leikur, 12. leikur eða 24. leikur. Heldur er bara mikilvægt að spila vel alveg sama í hvaða leik, við hugsum ekkert brjálæðslega mikið um þetta hafi verið fyrsti leikur, frammistaðan var bara öflug þótt við gáfum kannski aðeins eftir þegar leið á seinni en heilt yfir er ég bara mjög sáttur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali eftir 4-1 sigur gegn Keflavík en hann var spurður hversu mikilvægt var að byrja tímabilið á svona sterkum sigri.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Keflavík

Ísak Snær skoraði tvö flott skallamörk í kvöld, er hann kannski sá framherji sem Blikarnir leitast eftir?

„Ísak er auðvitað bara mjög góður leikmaður og við erum með marga menn sem geta skorað, ég sagði eftir Meistarar Meistaranna að Lewandowski hefði ekki gert mikið inn í teig þar sem að fyrirgjafirnar voru bara ekki góðar, vorum ekki góðir á síðasta þriðjung en Ísak var flottur í kvöld."

Hvað vantaði hjá Blikum að mati Óskars í þessum flotta sigri? 

„Auðvitað er alltaf eitthvað sem þú getur gert betur, mér fannst við stundum vera aðeins of mikið að flýta okkur og ekki nógu mikil nákvæmni í síðustu sendingunum sérstaklega í fyrri hálfleik en heillt yfir voru fyrstu 65 mínúturnar framúrskarandi vel spilaðar, það er ekkert sjálfsagt á móti öflugu Keflavíkurliði að vera kominn með þessa stöðu þegar ekki meira er búið af leiknum. Ég get ekki sett út á mína menn."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Óskar talar t.d. um Omar Sowe og fleira.

Athugasemdir
banner