Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 19. apríl 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Rice hefði valið Man Utd fram yfir Arsenal"
Mynd: EPA
Declan Rice, miðjumaður Arsenal, hefur verið mikið í umræðunnii eftir stórkostlega frammistöðu gegn Real Madrid.

Arsenal lagði Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Rice skoraði tvennu í fyrri leiknum og var frábær í seinni leiknum en hann var valinn besti maður leiksins í báðum leikjunum.

Rice gekk til liðs við Arsenal frá West Ham árið 2023 en Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Man Utd, er sannfærður um að Rice hefði valið United fram yfir Arsenal ef það hefði staðið til boða.

„Við (Man Utd) reyndum ekki við hann. Ég mun standa við þetta, ef Man utd hefði komið að borðinu og sagt 'við munum jafna það sem Arsenal borgar' þá hefði Rice valið Man Utd," sagði Ferdinand.




Athugasemdir
banner