Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. maí 2019 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kompany yfirgefur Man City í sumar
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany, 33 ára fyrirliði Manchester City, mun yfirgefa félagið á frjálsri sölu í sumar eftir ellefu ára dvöl. Hann var í viðræðum um nýjan eins árs samning en samkomulag náðist ekki.

Talið var líklegt að Kompany yrði áfram hjá Man City í eitt ár enda hafa reynsla hans og gæði reynst afar dýrmæt, sérstaklega á lokakafla tímabilsins.

Kompany gekk í raðir Man City 2008 og hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum með liðinu, deildabikarinn fjórum sinnum, FA bikarinn tvisvar og góðgerðarskjöldinn tvisvar.

Enskir fjölmiðlar telja Man City ætla að berjast við Barcelona um Matthijs de Ligt, miðvörð Ajax sem kostar rúmlega 60 milljónir punda.

Josep Guardiola hefur einnig áhuga á Harry Maguire hjá Leicester, Milan Skriniar hjá Inter og Nathan Ake hjá Bournemouth til að fylla í skarðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner