Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 19. maí 2019 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vilhjálmur Kári: Ekki okkar besti leikur
Kvenaboltinn
Vilhjálmur Kári og Guðjón Gunnarsson stýra Augnabliki.
Vilhjálmur Kári og Guðjón Gunnarsson stýra Augnabliki.
Mynd: Hulda Margrét
Augnablik er á toppnum ásamt Þrótti R. í Inkasso-deild kvenna eftir tvær umferðir. Augnablik lagði ÍR að velli 2-0 í dag.

„Við áttum ekki okkar besta leik. Við vorum frískari í fyrri hálfleik en náðum ekki að skora. Þetta varð þyngra og þyngra eftir það. Þær fengu meira sjálfstraust," sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, annar af þjálfurum Augnabliks, eftir sigurinn.

„Ég held að þær hafi bætt sig töluvert á milli leikja. Þær voru mjög góðar í dag, ÍR-liðið."

„Sem betur fer náðum við að lauma inn marki og það létti yfir okkur. Svo kom annað og þá fannst mér þetta komið í höfn."

„Við vorum viss um að þær myndu koma brjálaðar til leiks. Við náum ekki að skora úr okkar færum í fyrri hálfleik og þá eflast þær enn meira. Þær spiluðu góðan leik og það kom okkur ekki á óvart."

Augnablik er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina.

„Við ætlum okkur að fara í alla leiki til að vinna þá. En við erum auðvitað með verkefni þar sem við erum með unga leikmenn. Þær eiga glimrandi fyrri hálfleik og detta niður á milli. Það er eðli ungra leikmanna. Við gerum okkar besta og sjáum hvað gerist í lokin."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner