Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 19. maí 2019 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vilhjálmur Kári: Ekki okkar besti leikur
Kvenaboltinn
Vilhjálmur Kári og Guðjón Gunnarsson stýra Augnabliki.
Vilhjálmur Kári og Guðjón Gunnarsson stýra Augnabliki.
Mynd: Hulda Margrét
Augnablik er á toppnum ásamt Þrótti R. í Inkasso-deild kvenna eftir tvær umferðir. Augnablik lagði ÍR að velli 2-0 í dag.

„Við áttum ekki okkar besta leik. Við vorum frískari í fyrri hálfleik en náðum ekki að skora. Þetta varð þyngra og þyngra eftir það. Þær fengu meira sjálfstraust," sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, annar af þjálfurum Augnabliks, eftir sigurinn.

„Ég held að þær hafi bætt sig töluvert á milli leikja. Þær voru mjög góðar í dag, ÍR-liðið."

„Sem betur fer náðum við að lauma inn marki og það létti yfir okkur. Svo kom annað og þá fannst mér þetta komið í höfn."

„Við vorum viss um að þær myndu koma brjálaðar til leiks. Við náum ekki að skora úr okkar færum í fyrri hálfleik og þá eflast þær enn meira. Þær spiluðu góðan leik og það kom okkur ekki á óvart."

Augnablik er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina.

„Við ætlum okkur að fara í alla leiki til að vinna þá. En við erum auðvitað með verkefni þar sem við erum með unga leikmenn. Þær eiga glimrandi fyrri hálfleik og detta niður á milli. Það er eðli ungra leikmanna. Við gerum okkar besta og sjáum hvað gerist í lokin."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner