Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 19. maí 2019 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vilhjálmur Kári: Ekki okkar besti leikur
Kvenaboltinn
Vilhjálmur Kári og Guðjón Gunnarsson stýra Augnabliki.
Vilhjálmur Kári og Guðjón Gunnarsson stýra Augnabliki.
Mynd: Hulda Margrét
Augnablik er á toppnum ásamt Þrótti R. í Inkasso-deild kvenna eftir tvær umferðir. Augnablik lagði ÍR að velli 2-0 í dag.

„Við áttum ekki okkar besta leik. Við vorum frískari í fyrri hálfleik en náðum ekki að skora. Þetta varð þyngra og þyngra eftir það. Þær fengu meira sjálfstraust," sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, annar af þjálfurum Augnabliks, eftir sigurinn.

„Ég held að þær hafi bætt sig töluvert á milli leikja. Þær voru mjög góðar í dag, ÍR-liðið."

„Sem betur fer náðum við að lauma inn marki og það létti yfir okkur. Svo kom annað og þá fannst mér þetta komið í höfn."

„Við vorum viss um að þær myndu koma brjálaðar til leiks. Við náum ekki að skora úr okkar færum í fyrri hálfleik og þá eflast þær enn meira. Þær spiluðu góðan leik og það kom okkur ekki á óvart."

Augnablik er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina.

„Við ætlum okkur að fara í alla leiki til að vinna þá. En við erum auðvitað með verkefni þar sem við erum með unga leikmenn. Þær eiga glimrandi fyrri hálfleik og detta niður á milli. Það er eðli ungra leikmanna. Við gerum okkar besta og sjáum hvað gerist í lokin."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner