Neal Maupay og Sergio Reguilon munu yfirgefa Brentford þegar lánssamningur þeirra rennur út eftir tímabilið.
                
                
                                    Maupay snýr aftur til Everton en hann skoraði átta mörk í 33 leikjum hjá Brentford.
„Brentford heldur í þann möguleika að kaupa Maupay ef við viljum en við höfum útskýrt það að við gerum það ekki að svo stöddu. VIð höfum þegar nælt í Igor Thiago frá Club Brugge," sagði Phil Giles, yfirmaður fótboltamála hjá Brentford.
Shandon Baptiste, Saman Ghoddos og Charlie Goode yfirgefa félagið í sumar þegar samningar þeirra renna út. Reguilon snýr þá aftur til Tottenham þegar lánssamningi hans er lokið.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                
