Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   sun 19. maí 2024 13:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brentford ætlar ekki að nýta sér ákvæði í samningi Maupay
Mynd: Getty Images
Neal Maupay og Sergio Reguilon munu yfirgefa Brentford þegar lánssamningur þeirra rennur út eftir tímabilið.

Maupay snýr aftur til Everton en hann skoraði átta mörk í 33 leikjum hjá Brentford.

„Brentford heldur í þann möguleika að kaupa Maupay ef við viljum en við höfum útskýrt það að við gerum það ekki að svo stöddu. VIð höfum þegar nælt í Igor Thiago frá Club Brugge," sagði Phil Giles, yfirmaður fótboltamála hjá Brentford.

Shandon Baptiste, Saman Ghoddos og Charlie Goode yfirgefa félagið í sumar þegar samningar þeirra renna út. Reguilon snýr þá aftur til Tottenham þegar lánssamningi hans er lokið.


Athugasemdir
banner
banner