Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mán 19. maí 2025 09:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 6. umferðar - Mikill munur á þessum liðum
Breiðablik fór illa með Val.
Breiðablik fór illa með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur hefur farið vel af stað í sumar.
Þróttur hefur farið vel af stað í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María er í annað sinn í röð í liði umferðarinnar.
Sandra María er í annað sinn í röð í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru fjórir Blikar í sterkasta liði sjöttu umferðar í Bestu deild kvenna eftir stórsigur á Val, 4-0. Í leik liðann á Kópavogsvelli sást að það er mikill munur á þessum tveimur liðum í dag.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir er í fantaformi og er markahæsti leikmaður deildarinnar með sjö mörk, en hún gerði tvö gegn sínum gömlu félögum í Val. Agla María Albertsdóttir og Heiða Ragney Viðarsdóttir léku einnig mjög vel í leiknum og þá er Nik Chamberlain þjálfari umferðarinnar.



Breiðablik og Þróttur eru jöfn á toppi deildarinnar með 16 stig, en Þróttarar unnu sterkan sigur á FH þar sem Freyja Karín Þorvarðardóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir voru bestu leikmenn vallarins.

Sandra María Jessen er búin að finna taktinn í liði Þórs/KA sem gerði góða ferð í Úlfarsárdalinn en þar lék Angela Mary Helgadóttir vel í vörn Þórs/KA.

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir gerði sigurmark Stjörnunnar gegn FHL og þar var Andrea Mist Pálsdóttir einnig mjög öflug.

Þá vann Tindastóll geggjaðan útisigur á Víkingum, sem eru í fallsæti. Víkingar hafa ekki fundið neinn takt í upphafi sumars. Makala Woods fór eins og svo oft áður fyrir liði Tindastóls og í markinu var Genevieve Crenshaw sterk.

Það er óhætt að segja að blásið sé til sóknar í liði umferðarinnar en næsta umferð í Bestu deildinni hefst á föstudaginn.

Sterkustu lið fyrri umferða:
1. umferð
2. umferð
3. umferð
4. umferð
5. umferð
Athugasemdir
banner
banner