Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 19. júní 2021 10:05
Brynjar Ingi Erluson
Ramos eftirsóttur - Kane til PSG?
Powerade
Harry Kane gæti spilað aftur fyrir Mauricio Pochettino
Harry Kane gæti spilað aftur fyrir Mauricio Pochettino
Mynd: EPA
Manchester United, Paris Saint-Germain og Sevilla vilja fá Ramos
Manchester United, Paris Saint-Germain og Sevilla vilja fá Ramos
Mynd: EPA
Domenico Berardi til Liverpool?
Domenico Berardi til Liverpool?
Mynd: EPA
Það er nóg af skemmtilegu slúðri í slúðurpakka dagsins en Manchester United er að eltast við varnarmenn og þá gæti Harry Kane farið til Paris Saint-Germain.

Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, er opinn fyrir því að spila aftur fyrir Mauricio Pochettino, en hann þjálfar Paris Saint-Germain í Frakklandi. (90min)

PSG ætlar þá að reyna við Paul Pogba, miðjumann Manchester United, í sumar. (Le Parisien)

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal undirbýr annað tilboð í Houssem Aouar, miðjumann Lyon í Frakklandi, en félagið er tilbúið að bjóða honum 100 þúsund pund í vikulaun. (Sun)

Spænski varnarmaðurinn Sergio Ramos er eftirsóttur en samningur hans við Real Madrid rennur út um mánaðarmótin. Manchester United, PSG og Sevilla vilja öll fá hann. (90min)

Skoski varnarmaðurinn Kieran Tierney hefur samþykkt nýjan fimm ára samning við Arsenal og mun hann skrifa undir á næstu dögum. (Football.London)

Raphael Varane, varnarmaður Real Madrid, hefur ekki ákveðið framtíð sína en hann hefur verið orðaður við Manchester United og Chelsea. (Goal)

Ítalski miðjumaðurinn Manuel Locatelli er einn eftirsóttasti bitinn í sumar en þessi 23 ára gamli leikmaður spáir ekki í slúðrinu og vill heldur einbeita sér að Evrópumótinu með ítalska landsliðinu. (Goal)

Chelsea ætlar að berjast við Arsenal um sænska framherjann Alexander Isak. Hann er á mála hjá Real Sociedad og hefur verið að gera fína hluti með sænska landsliðinu á EM. (AS)

Umboðsmaður ítalska landsliðsmannsins Jorginho segir að margir stórir klúbbar í Evrópu hafi áhuga á leikmanninum en það þykir þó ólíklegt að hann yfirgefi Chelsea. (Radio Marte)

Barcelona hefur sett það í forgang að kaupa miðjumann eftir að félagið gengur frá samningum við hollenska sóknarmanninn Memphis Depay. (Marca)

Velski landsliðsmaðurinn Aaron Ramsey gæti snúið aftur til Arsenal frá Juventus í sumar. (Eurosport)

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur áhuga á því að fá Domenico Berardi, leikmann Sassuolo og ítalska landsliðsins. (Gazzetta dello Sport)

Everton er þá nálægt því að ganga frá kaupum á brasilíska miðjumanninum Matheus Nunes frá Sporting Lisbon. Kaupverðið er 18 milljónir punda. (A Bola)

Matteo Guendouzi, miðjumaður Arsenal, hefur komist að samkomulagi við franska félagið Marseille en félögin eiga þó eftir að koma saman um kaupverð. Hann eyddi síðustu leiktíð á láni hjá Herthu Berlín í Þýskalandi. (Fabrizio Romano)

West Ham þarf að bjóða Jesse Lingard verulega launahækkun ef félagið ætlar sér að kaupa hann frá Manchester United. (Football Insider)

Arsenal er tilbúið að eyða 250 milljónum punda í fimm nýja leikmenn í sumar til að leyfa Mikel Arteta að endurbyggja liðið. (90min)
Athugasemdir
banner
banner