Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   mið 19. júní 2024 14:58
Elvar Geir Magnússon
EM: Albanir jöfnuðu gegn Króötum í uppbótartíma
Qazim Laci kom Albaníu yfir.
Qazim Laci kom Albaníu yfir.
Mynd: Getty Images
Andrej Kramaric og Luka Sucic fagna.
Andrej Kramaric og Luka Sucic fagna.
Mynd: EPA
Króatía 2 - 2 Albanía
0-1 Qazim Laci ('11 )
1-1 Andrej Kramaric ('74 )
2-1 Klaus Gjasula ('76 , sjálfsmark)
2-2 Klaus Gjasula ('90 )

Króatía og Albanía mættust í 2. umferð B-riðils í fyrsta leik dagsins en bæði lið töpuðu í fyrstu umferðinni.

Albanía náði forystunni úr fyrstu marktilraun leiksins en Qazim Laci, leikmaður Spörtu í Prag, skallaði knöttinn inn eftir fyrirgjöf Jasir Asani. Dominik Livakovic í marki Króatíu átti að gera betur.

Albanía var með verðskuldaða forystu í hálfleiknum og Króatíu skorti allt bit í sóknaraðgerðum sínum.

Zlatko Dalic þjálfari Króata sýndi þá hvað í honum býr. Hann gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og allt annað var að sjá króatíska liðið eftir hlé.

Andrej Kramaric jafnaði og aðeins tveimur mínútum síðar tók Króatía forystuna þegar Klaus Gjasula varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Mario Pasalic sem kom inn í hálfleik átti stóran heiður af markinu.

Króatía féll til baka eftir að hafa komist yfir og Albanir fóru að banka. Gjasula, sem skoraði sjálfsmarkið, jafnaði í uppbótartímanum. Bæði lið fengu færi í blálokin sem ekki nýttust og úrslitin 2-2 í frábærum leik.

Hin liðin í riðlinum; Spánn og Ítalía, mætast annað kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner