Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mið 19. júní 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fullkrug handleggsbraut stuðningsmann - „Hann lagaði miðið"
Mynd: Getty Images

Einn stuðningsmaður þýska landsliðsins var ansi óheppinn þegar hann mætti á fyrsta leik liðsins á EM í heimalandinu gegn Skotlandi á dögunum.


Hann hafði fengið miða í sæti beint fyrir aftan annað markið en hann varð fyrir því óláni að fá bolta í höndina. Það reyndist vera bolti eftir skot frá þýska framherjanum Niclas Fulkrug.

Stuðningsmaðurinn þurfti að fara upp á sjúkrahús og þar kom í ljós að hann væri brotinn og hann missti því af því að horfa á leikinn á vellinum en horfði í staðinn á spítalanum.

„Sem betur fer lagaði hann miðið og kom okkur í 4-0. Við munum fara til Stuttgart á miðvikudaginn og ég mun styðja þá fyrir aftan markið aftur," skrifaði stuðningsmaðurinn á Instagram síðu sína við mynd af sér á sjúkrahúsinu.

Fullkrug sendi stuðningsmanninum síðan gjöf, treyju og skilaboð.


Athugasemdir
banner
banner
banner