Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 19. júlí 2019 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Jón Dagur skoraði gegn FC Kaupmannahöfn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson opnaði markareiking sinn með AGF þegar liðið mætti FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Jón Dagur byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður á 65. mínútu, þegar FCK var nýbúið að komast í 2-0. Pierre Bengtson og Jonas Wind skoruðu fyrir FCK.

Á 81. mínútu slapp Jón Dagur í gegn og setti boltann yfir markvörð FCK. Hann minnkaði muninn, en því miður fyrir hann náði AGF ekki að setja annað mark og jafna leikinn. Lokatölur voru 2-1 fyrir FC Kaupmannahöfn á Parken í kvöld.

Jón Dagur gekk í raðir AGF frá Fulham á dögunum og er þetta hans fyrsta mark í keppnisleik fyrir aðalliðið. Jón Dagur er tvítugur er tvítugur og hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir Ísland. Hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í 2-2 jafntefli gegn Svíþjóð í vináttulandsleik fyrr á þessu ári.

AGF er með eitt stig eftir tvo leiki í dönsku úrvalsdeildinni.

Böddi kom ekkert við sögu
Í Póllandi er úrvalsdeildin þar í landi að hefjast. Böðvar Böðvarsson sat í dag allan tímann á bekknum þegar Jagiellonia Bialystok vann 3-0 útisigur á Arka Gdynia í sínum fyrsta leik í deildinni.

Á síðasta tímabili lék Böðvar 16 deildarleiki þegar Jagiellonia hafnaði í sjötta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner