Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brentford reynir allt til að halda Wissa
Mynd: EPA
Brentford er að gera tilraun til að hefja samningaviðræður við Yoane Wissa en hann vill yfirgefa félagið í sumar.

Bryan Mbeumo er á leið til Man Utd og Brentford ætlar því að snúa sér að því að reyna halda Wissa hjá félaginu.

Newcastle, Tottenham og Nottingham Forest eru meðal félaga sem hafa sýnt Wissa áhuga. Samkvæmt heimildum BBC hefur Wissa engan áhuga á að framlengja við Brentford og vil líta í kringum sig.

Öll þrjú liðin verða í Evrópukeppni á næstu leiktíð og talið er að Wissa sé sérstaklega tilbúinn að ganga til liðs við Tottenham eða Newcastle.
Athugasemdir
banner